Húnavaka - 01.05.1995, Page 20
18
HUNAVAKA
Þrætugjarnir Vatnsdælingar
Það orð lá á Vatnsdælingum að þeir væru málafylgjumenn og
þrætugjarnir. Vissulega var það rétt. Þetta var þó á annan hátt en
annars staðar. Menn voru fyrst og fremst opinskárri, fijálsari og ein-
arðari í framgöngu. Þetta á sínar rætur í legu dalsins. Aður en ný-
sköpun í þjóðfélaginn með tilheyrandi samgöngubótum og ræktun
hófst, var Vatnsdalurinn mikið betri sveit en nágrannabyggðarlög.
Dalurinn liggur lágt, það eru ekki nema tíu metrar yfir sjávarmál
hjá Undirfelli og í hörðum áruni var ekki eins mikið harðæri í
Vatnsdal og nálægum sveitum. Þarna voru líka stórar ættir og stór-
brotnir menn sem gerðu sitt til þess að Vatnsdalurinn fékk sérstakt
orð á sig. Má þar nefna Lárus í Grímstungu, Hannes á Undirfelli,
Steingrím í Hvammi, Guðjón á Marðarnúpi, Bjarna á Eyjólfsstöð-
um, Agúst á Hofi, Skúla og Snæbjörn Jónssyni, Indriða á Gilá, Egg-
ert á Haukagili, Guðmund Olafsson alþingismann í Asi, Brúsa-
staðabændur, Runólf á Kornsá, Magnús á Flögu og fleiri. Þetta var
stórbrotin fylking sjálfstæðra manna og því eðlilegt að stundum
slægi í brýnu á milli þeirra.
Þessir menn tóku við af þeim Jónunum á Hofi og Undirfelli,
Birni á Kornsá og lengra aftur sr. Hjörleifi á Undirfelli, Benedikt
og Lárusi Blöndal og fleirum, en því tímabili gaf Agúst á Hofi nafn-
ið „Stórveldistímabilið“.
Fjölskyldumál
Fyrsta vetrardag haustið 1941, sem þá bar upp á 25. október, gift-
um við Sesselja Svavarsdóttir frá Akranesi okkur. Hún kom sem
kaupakona til Runólfs á Kornsá árið áður og framhaldinu þarf ekki
að lýsa. Það hafði komið fram í andaglasi á Laugarvatni að konan
mín yrði sunnan með sjó og vissulega rifjaðist það upp í huga mér.
Sesselja er með gott borgfirskt bændablóð í æðum og við tókum við
hluta af Saurbæ vorið 1942 en allri jörðinni vorið 1944 er foreldrar
mínir fluttu til Reykjavíkur. Mamma var þá 69 ára en pabbi 67 ára.
Við Sesselja bjuggum svo í Saurbæ til vorsins 1969 en tvö síðustu
árin höfðum við verið hér á Blönduósi þótt við rækjum hálft búið í