Húnavaka - 01.05.1995, Qupperneq 36
34
HUNAVAKA
Á íslands degi við íslensk gildi
sem Islendingar við lifum hér,
og það sem Guð okkur gaf af mildi
er gjöf sem þjóð okkar virða ber,
að halda uppi þeim hreina skildi
sem heiðurstákn okkar frelsis er,
- svo megi áfram sú menning standa
sem mótar heilbrigðan Lögbergs-anda.
VEGABRÉF
[Eptir blaði með hendijóhanns Briems students á Stóranúpi].
Hérmeð kunngerist, að stúlkan Vilborg Sigurðardóttir ætlar nú vistferlum héð-
an úr bænum norður í Húnavatnssýslu, og er hún til þess fullkomlega frjáls, hvort
hún vill heldur fara norður, suður, austur og vestur, og eptir öllum strikum koiri[>
ássins; hvort hún vill heldur ganga eða hlaupa, stökkva, klifra, skríða, fara á handa-
hlaupum, sigla eða fljúga. - Áminnast hérmeð allir karlmenn um, að fikta ekkert
við hana, frekar en hún sjálf leyfir, og engar hindranir henni að gera, ekki bregða
henni hælkrók, né leggja hana á klofbragði, lteldur láta hana fara frjálsa og
óhindraða, húrrandi í loptinu, hvert á land sem hún vill, þar eð hún hefir hvorki
stolið né rænt, ekki drepið mann né logið, ekki svikið né neitt gert, sem á verði
haft. -
Lýsist hún því hérmeð frí og frjáls fýrir öllum sýslumönnum og hreppstjórum,
böðlum og besefum, kristnum sem ókristnum, guðhræddum sem hundheiðnum,
körlum sem konum, börnum og blóðtökumönnum, heldur áminnast allir og um-
biðjast að hjálpa nefndri Borgu og greiða veg hennar, hvort heldur hún vill láta
draga sig, aka sér, bera sig á háhesti, reiða sig í kláfum, reiða sig á merum eða
múlösnum, tiyppum eða trússhestum, gæðingum eða graðungum, í hripum eða
hverju þ\f, sem flutt verður á. -
Þetta sé öllum til þóknanlegrar undirréttingar, sem sjá kunna þennan passa.
Enginn sóknarprestur þarf að skrifa hér upp á.
Reykjavík, 25. maí 1886.
B. Gröndal.
Úr Blöndu IV.