Húnavaka - 01.05.1995, Page 40
38
H UNAVAKA
Veðurfar á síðustu tveimur áratugum 19. aldarinnar var bændum
sérlega óhagstætt. Mikil harðindi urðu þess valdandi að bændur
misstu stóran hluta af bústofni sínum. Ef sauðasalan heíði ekki
komið til hefði orðið gríðarlegur fólksflótti til Vesturheims - mun
meiri en raun bar vitni. Sauðasalan varð þ\'í ekki aðeins bjarg\'ætt-
ur margra íslenskra fjölskyldna heldur einnig landsins sjálfs.
Verslun á Islandi, á einokunartímanum og árunum þar á eftir,
hafði ætíð farið fram sem vöruskiptaverslun. Þannig lögðu bændur
afurðir sínar inn til kaupmanns sem lét ýmsar nauðsynjavörur í
staðinn. A harðindaárum dugði innlögn bænda ekki fyrir úttektum
og bændur voru því bundnir á skuldaklafann um alla framtíð.
Sauðasalan, og það verð sem bændur fengu fyrir afurðir sínar,
gerði þeim kleift að losna af þessum klafa.
Samhliða sauðasölunni fór Coghill að höndla með ýmsa smá-
vöru. Voru það frentur fáir vöruflokkar, svo sem hrísgrjón, banka-
bygg, hveiti, kaffi, sykur, tóbak, steinolía, járn, kol, ljáblöð og brýni.
Verðið á þessum vörum var allt að 40 prósent lægra en það sem
kaupmaðurinn bauð.
Viðskipti með lifandi sauðfé voru mjög erfið. Einkum voru það
flutningarnir sem voru erfíðleikum bundnir. Safna þurfti fénu
saman, reka það yfir stór vatnsföll og vegleysur, og konta þ\í yfir Atl-
antshafið síðla hausts þegar allra veðra var von. Sauðféð, sem safn-
að var saman í Húnavatnssýslum, var rekið til skips á Borðeyri og
Sauðárkróki. Varðveist hefur saga af einum slíkum rekstri.
Sauðarekstur til Sauðárkróks
Coghill gisú oftast á sömu bæjunum með fylgdarliði og búfé. Eitt
haustið kom hann að Sólheimum þar sem þá Itjuggu Ingvar Þor-
steinsson og Ingiríður Pálmadóttir. Miklar rigningar höfðu verið
undanfarna daga og vatnsföll í miklum vexti. Coghill var á leið til
Sauðárkróks nteð stóran fjárrekstur sem áformað var að fara með
yfir Blöndu á Kárastaðavöðum. Þeir sem best til þekktu töldu að
það væri mikil áhætta að fara yfir vaðið með svo stóran fjárrekstur
þegar áin væri í slíkum vexti.
Skipið, sem taka átti féð, var þegar komið til Sauðárkróks og Cog-