Húnavaka - 01.05.1995, Page 70
68
HUNAVAKA
Á flugvellinum var mættur leiðsögumaður okkar á Nýja-Sjálandi,
David að nafni, lærður í búfræði og ráðunautur. Bændur höfðu
rnyndað ferðaþjónustufyrirtæki, sem heitir Rural Tours eða sveita-
ferðir og hafði það skipulagt ferð okkar um Nýja-Sjáland. David var
stundum fararstjóri í slikum ferðum og reyndist hann okkur mjög
vel, bæði fróður um búskap, land og þjóð. Enda kom það í ljós síð-
ar að hann átti stórt kúabú sem ráðsmaður hans annaðist um dag-
leg störf á en hann bjó sjálfur með fjölskyldu sinni í glæsilegu ein-
býlishúsi í einu af dýrustu og eftirsóttustu hverfunum í Auckland.
Frá flugvellinum var okkur ekið á hótel í borginni. Da\id afhenti
okkur ferðaáætlun og sagði okkur að lagt yrði upp næsta morgun.
Gróðursælt land
Nýja-Sjáland er 1600 km fyrir austan Ástralíu. Landið er 268 þús-
und ferkílómetrar að stærð eða um tvisvar og hálfu sinni stærra en
ísland og skiptist aðallega í tvær eyjar, Norðurey og Suðurey. Norð-
ureyjan er nokkru minni en þar búa samt rúmlega 2,6 milljónir
manna en um 900 þúsund manns á Suðureynni. Aðalútflutnings-
vörur landsins eru landbúnaðarafurðir sem þeir flytja mikið til Jap-
an, annarra Asíulanda, Ameríku og Bretlands. Vatnsaflsvirkjanir sjá
fyrir mestum hluta að rafmagnsþörf landsins.
Ferð okkar íslendinganna var skipulögð um Norðureyjuna og
hófst að morgni dags föstudaginn 23. september. Fyrst lá leið okkar
frá Auckland suður á bóginn um landbúnaðarhéruð og þarna var
gróðurinn lengra kominn en í Ástralíu, hlýrra veður og ákaflega
þægilegt loftslag fyrir okkur. Mér fannst strax að þarna væri gróður-
sæld meiri og búskapur blómlegri en í Ástralíu.
Fyrsti viðkomustaðurinn var við borgina Hamilton hjá félagi
(DRC, Dairy Research Corporation) sem var stofnað í október
1990 til að annast rannsóknir á mjólkurframleiðslunni, auka hag-
kvæmni hennar og afrakstur framleiðslunnar á hverja ekru lands.
Þetta er sjálfstætt félag eða fyrirtæki í eigu mjólkursamlaganna og
ríkisins á Nýja-Sjálandi. Félagið rekur stóra landbúnaðarmiðstöð í
Ruakura þar sem margs konar rannsóknir fara fram. Um 30 vís-
indamenn vinna við rannsóknir á jarðvegi, ræktun fóðurjurta,
efnainnihaldi mjólkur og dýrasjúkdómum. Lögð er mikil áhersla á