Húnavaka - 01.05.1995, Page 85
H ÚNAVAKA
83
og nafnalyklar sr. Björns Magnússonar prófessors. Þetta, og annað,
sem máli skiptir, er talið upp í sérprentaðri heimildaskrá.
Takmarkanir heimilda eru talsverðar. Prestum og skrásetjurum
gat misheyrst, og þeir gátu gert skrásetningarskekkjur, eins og
gengur. Vívat er sjaldgæft nafn. Ing\'eldur Katrín Vívatsdóttir er
stundum bókuð Ivarsdóttir. Presturinn hefur ekki lieyrt liið fágæta
föðurnafn rétt. Karlmannsnafninu Salma er stundum, vegna fá-
kunnáttu að líkindum, breytt í Salmann.
Stundum eru nöfn „lagfærð" eða „leiðrétt“ og nokkrum sinnum
gengið langt í því efni. Sigurdríf er breytt í Sigurdrífa. Sigurdör er
breytt í Sigurður eða jafnvel Sigurdór. „Heitir" svo sami maður ekki
alltaf sama nafni frá einu manntali til annars.
Prestar gátu gleymt. Kunnur var hér í bæ maður nefndur Halli
kafari. Hann hét víslega Hallfreð, en prestur hafði bókað eftir
minni Hreggviður.
Stafsetning er „samræmd" í prentuðum heimildum. Matúsalem,
sem bæði er gömul orðmynd og viðurkenndur vopnfirskur fram-
burður að sögn Þórodds læknis, er breytt í Metúsalem til samrænt-
is við það sem tíðast varð og víðast. Fyrir kemur að t\’ö nöfn verði að
einu: Anna Rósa>Annarósa eða öfugt Guðrúnbjörg>Guðrún Björg.
Tvínefnum, eftir að þau komu til, er rnisvel haldið til skila og
stundum skammstöfuð. Verður ekki alltaf ráðið í þær skammstafan-
Gísli Jónsson er fæddur 14. september 1925 á Hofi í Svarfaðardal. Foreldrar
hans voru:Jón Gíslason bóndi þar og kona hans Arnfríður Anna Sigurhjartar-
dóttir.
Gísli varð stúdent frá MA 1946 og lauk kandidats-
prófi frá norrænu deild Háskóla Islands 1953. Hann
var kennari við Menntaskólann á Akureyri frá 1951 til
1991. Gísli hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum.
Meðal annars má nefna að hann var bæjarfulltrúi á Ak-
ureyri í 25 ár, formaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
ílokksins á Norðurlandi eystra 10 ár og varaþingmaður
um skeið og sat á Alþingi í febrúar 1961 .Gísli er ritleik-
inn maður og hefur verið afkastamikill í ritstörfum.
Eftir hann liggja fjölmörg ritverk smá og stór og um nokkurra ára skeið hefur
hann verið með þætti um íslenskt mál í Morgunblaðinu í hverri viku. Riddara-
krossi hinnar íslenskti fálkaorðu var Gísli sæmdur 17. júní 1989. Fyrsta kona
Gísla \’ar Hervör Asgrímsdóttir og voru börn þeirra sex. Onnur kona hans var
Bryndís Jakobsdóttir. Þriðja kona hans er Anna Björg Björnsdóttir.