Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 86
84
HUNAVAKA
ir. Oft vantar t.d. í heimildum síðara nafn Ólafs timburmeistara á
Grund. Hann hét Ólafur Eggert og bróðir hans Eggert Ólafur.
Ólafur Eggert Briem og Eggert Ólafur Briem, albræður frá Grund,
voru fulltrúar Eyfirðinga á Þjóðfundinum 1851.
í nafnalyklum sr. Björns Magnússonar, sem ég nefni í heiðurs
skyni, er síðara nafn ekki sett sjálfstætt í stafrófsröðinni. Þar er
gagnslaust að fletta t.d. upp á Lalíla, því að það kemur ekki fyrir
nerna sem síðara nafn. Það er aðeins að finna á eftir Lilja í stafrófs-
röðinni, enda aldrei notað nema sem fylginafn með Lilju: Lilja
Lalíla.
Ekki er hitt minna vandamál, hvort nauðalíkar nafnmyndir eru
eitt nafn eða tvö. Ég ætla að reyna að lýsa þessu með dæmum. Er
Alfreð og Alfred sama nafn, Ingvi og Yngvi, Ormarr og Ormar, Þor-
laug og Þórlaug, Karin og Karen, eða eru þetta í hverju tilviki tvö
nöfn? Færum okkur aðeins urn set: Diðrik og Þiðrik, Rós og Rósa,
Kár og Kári. Ætli þessar tvenndir séu ekki ótvírætt tvö nöfn í hverju
tilviki ?
En stundum er aðeins um mismunandi stafsetningu að ræða.
Kvenmannsnafnið Oddný er iðulega stafsett Orný. Arni er til í
gerðinni Autni. Auðun í gerðinni Öjdun. En þetta leysir ekki vand-
ann. Elín, Elin, Elinn, Elena, Elená, Eliná, Élenna. Eru þetta sjö
nöfn eða eitt, eða eitthvað þar á milli? Er Sesselja, skrifað á 10 mis-
munandi vegu, eitt nafn eða 10? Ég veit ekki alltaf hvernig greina
skal.
Af þessu leiðir að tala nafna á dlteknum stað og tíma getur aldrei
orðið nákvæmari en nemur mati teljarans á því hvað sé eitt nafn
eða fleiri. Samt er rétt að reyna að gera sér grein fyrir fjölda nafn-
anna með þessum fyrirvara. Oftast er þetta enginn vandi. Um
mannfjölda ber heimildum ekki ætíð saman, enda stundum við
talningarskekkjur og prentvillur að rjá. Verður því að hafa fyrirvara
í þessu efni einnig.
I.
Árið 1703 var tekið fyrsta allsherjarmanntal á Islandi og í allri Evr-
ópu. Islendingar voru þá 50.358 og báru, að greiningu prófessors
Ólafs Lárussonar, 725 nöfn, karlar 387 og konur 338. Húnvetning-