Húnavaka - 01.05.1995, Síða 88
86
HUNAVAKA
steinn (29). Af þessum tíu eru átta af hreinum íslenskum uppruna,
af erlendum toga aðeins Jón og Magnús.
Miklir voru yfirburðir Guðrúnar og Jóns. Svo heita 605 menn,
eða 22.7% af íbúnm svslunnar. Þetta var svipað um land allt. Jón
komst þó upp í 28% í Isafjarðarsýslu.
Nú ætla ég að geta nokkurra nafna sem voru algengari í Húna-
vatnssýslu 1703 en á öðrum stöðum landsins:
Gamalíel er úr hebresku og talið merkja „endurgjald guðs“. Nafn-
ið kemur íyrir nokkrum sinnum í Biblíunni. Það er gamalt á landi
hér, voru 12 árið 1703. Síðan ern svipaðar tölur í öllum helstu
manntölum fram á okkar öld, en tekur þá að fækka til muna. Gam-
alíel er nú afar fáheyrt hérlendis.
Vel var það við hæfi, að Húnvetningar geyrndu nafnið Illugi bet-
ur en flestir aðrir Islendingar, og var svo lengi. Auðvitað er þetta
nafn sett saman af illur og hugur og þykir ekki fagurt nú. En illnr
gat merkt erfiður eða andstæður, svo að þetta mun upphaflega
hafa verið hermanns heiti eða andstæðings. Illugi Asmundarson á
Bjargi var rómuð hetja í Grettis sögu og getur oft í rímum. Ovíst er
hins vegar hvort Grettis saga hefur valdið því, að nafnið Illugi varð-
veittist svo vel með Húnvetningum. Ekki skírðu þeir Atla og Gretti
um þessar mundir og týndu brátt nafni Asdísar, hinnar ágætu
móður Illuga. Mér þykir rétt að skjóta því hér inn, að Islendinga-
sögur virðast ekki liafa lraft nein teljandi áhrif á nafngjafir á tíma-
bilinu 1703-1845 og reyndar talsvert lengur. Rangæingar höfðu
týnt Njáli, Skarphéðni, Bergþóru og Sigfúsi, og varðveittu ekki
Gunnar betur en gekk og gerðist. Það er ekki fyrr en síðar á öld-
inni með vaxandi rómantík og þjóðliátíðinni 1874 sem Islendinga-
sögur og Eddukvæði taka að gerast áhrifarík, sbr. uppgang Sigrún-
ar og Ingólfs.
A því tímabili, sem rannsókn mín nær }4ir, eru bókmenntaáhrif
miklu fremur frá Biblíunni, rímum og riddarasögum.
Af eðlilegum ástæðum hefur mönnum með Illuga-nafni fækkað
mjög, en nafnið er þó vel lifandi og bregður fyrir í síðustu skírnar-
árgöngunr. Eg kem síðar að því hvernig misskilningur á merkingu
nafnliða hefur átt ríkan þátt í að draga úr notkun sumra ágætra
nafna eða útrýma þeim.
Jannes þótti mér undarlegt nafn, þegar ég sá það fyrst. Eg hélt
helst að þetta væri einhver gerðin enn af Jóhannesi. En þetta