Húnavaka - 01.05.1995, Side 89
HUNAVAKA
87
reyndist sjálfstætt Bilblíunafn og er helst talið merkja „sá sem leiðir
í \dllu“ eða „dregur á tálar“. Jannes, andstæðingur Mósess, er
nefndur í 2. bréfi Páls til Tímótheusar, 3. versi: „Eins og þeir Jann-
es ogjambres stóðu í gegn Móse“, stendur þar. Eg hef hvergi fund-
ið þetta nafn hérlendis nema í Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu
(föðurnafn), en 1703 hétu þrír Húnvetningar svo. Nafnið kemur
ekki fyrir í manntali 1801 né síðar, svo að ég finni.
Krákur er fornt nafn á landi hér. Það merkir sama og hrafn, en
krákur og kvenkynsorðið kráka eru líklega hljóðgervingar til að
líkja eftir gargi; krunk, krunk, krá, leggja menn þessum vitru fugl-
um í nef.
Kráka getur merkt burðarliður og fékk stundum út frá því dóna-
lega merkingu. Þegar Aslaug Sigurðardóttir Fáfnisbana, sú er í
hörpunni var, bjó við rýrastan kost, nefndist hún Kráka. Það hefur
ekki þótt hæfa sem skírnarnafn kvenna, en karlheitið Krákur liíði
um aldir, en var sjaldgæft. Arið 1703 voru sex, og skiptust jafnt á
Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur. Síðan barst nafnið til Eyfirðinga,
og voru þrír Krákar í Eyjafjarðarsýslu 1855. I manntalinu 1910 er
enginn svo nefndur, né heldur hef ég fundið nafnið síðan. Það hef-
ur líklega þótt óviðeigandi.
Sveinn er ævagamalt norrænt nafn. Enda þótt það merki gjarna
drengur, ungur maður, þjónn, þótti það hæfa konungum. Sveinn
tjúguskeggur, eða tvískeggur, sonur Haralds blátannar Danakon-
ungs, dó 1014. Báru ýmsir konungar og jarlar Sveinsnafn um Norð-
urlönd. Nafn þetta hefur alla tíð verið algengt á landi hér. Arið
1703 voru Sveinar 294 og nafnið í 16. sæti karla. Það var í 23. sæti
með 1.3% 1910. Nú hin síðustu ár er það enn vinsælt skírnarnafn,
19 í árganginum 1982 og 25 árið 1985. Það hefur lengi verið sér-
lega títt í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum.
Agnes er komið úr grísku og merkir „hrein, skírlíf, ósnortin“.
Snemma \ildu menn tengja þetta við agnus á latínu sem merkir
lamb. Agnes var helg mær. Svo segir í Heilagra meyja drápu (líkl.
frá því um 1400):
Agnes var með elsku tignuð,
Jesú blóm í sjálfri Róma;
þrautir háði þrettán vetra
þessi mey við grimman hessi.