Húnavaka - 01.05.1995, Page 91
HÚNAVAKA
89
sögð „væn kona og ofláti mikill“. Eiginmaður Kolfinnu, Grís Sæm-
ingsson bóndi á Geitaskarði í Langadal, hafði framað sig erlendis
og hlotið sæmdir stórar af keisaranum í Miklagarði. En afbrýði
Hallfreðar brýst út í leiðinlegum kveðskap, og helst hélt hann að
Grís hefði verið Kolfinnu óskörulegur ástmaður:
Þrammar svá sem svimmi
sílafullur til hvílu
fúrskerðandi fjarðar
fúlmár á tröð báru,
áður orfa stríðir
ófríður þorir skríða
(hann era hlaðs við Gunni
hvílubráður)und váðir.
Ljótt er að heyra: Grís er ófríður, hann er kenndur við orf en ekki
eiginleg vopn, þessi langsigldi kappi, hann er þungur á sér eins og
sílafullur má\rur, þegar hann staulast, og ekki bráðlátur, upp í hvíl-
una til Kolfmnu.
Kolfinna, þetta svipmikla og seiðdökka nafn, hefur ekki haldist
nema sæmilega, en er þó vel á lífi.
II.
Nú hlaupum \dð yfir aldarskeið og lítum á manntalið 1801.
Landsmönnum hafði í heildina fækkað ofan í 47.240 í drepsóttum
og hallærum þessarar voðalegu aldar, en Húnvetningar þrumdu
ósköpin af sér og hafði auk heldur fjölgað í 2.830. Þeir gerðust líka
nafnglaðari en fyrr, notuðu nú 116 kvennanöfn og 150 karlanöfn.
Eitthvað nýtt og merkilegt hefur trúlega verið tekið upp, en lítum
sem fyrr á algengustu nöfn:
Meðal kvenna eru það þessi: 1. Guðrún (274), 2. Sigríður (118),
3. Helga (109), 4. Ingibjörg (107), 5. Kristín (76), 6. Margrét (58),
7. Ólöf (40), 8.-9. Solveig og Þórunn (37), 10. Elín (33), 11. Val-
gerður (32), 12. Steinunn (29), 13.-14. Björg og Þorbjörg (27), 15.
Þuríður (26).
Þetta eru ekki stórfelldar breytingar við fyrstu sýn. En hlutfall