Húnavaka - 01.05.1995, Síða 92
90
H UNAVAKA
Guðrúnar hefur minnkað nrikið, og á toppinn hafa komið Elín,
Björg, Solveig og Steinunn í stað Þórdísar, Guðnýjar, Þóru og Hall-
dóru. Tókuð þið eftir því, að þrjú hinna fjögurra, sem létu undan
síga, eru mynduð af Þór og Þuríður (nafnið merkir, „vina Þórs“)
hefur dalað verulega?
Staðan hjá körlunum var þessi: 1. Jón (237), 2. Guðmundur
(129), 3. Bjarni (54), 4. Ólafur (50), 5.-6. Magnús og Sigurður
(44), 7. Björn (40), 8. Gísli (37), 9. Árni (35), og 10. Sveinn (24).
Hér hefur lítið gerst. Hlutfall Jóns hefur þó lækkað, eins og Guð-
rúnar, og Þorsteinn og Einar hafa þokað af toppnum fyrir Gísla og
Arna.
Nú skulum við gæta að nokkrum nöfnum, sem komin eru til
Húnvetninga síðan 1703.
Danhildur þótti mér ungleg samsetning, en reyndist vera gamalt
nafn og verður því að líta svo á sem Dan sé þarna sama og í þjóðar-
heitinu Danir, en ekki úr hebresku dan=dómari. Danhildur ætti því
að vera „dönsk valkyrja.“ Þær voru fjórar 1703 og urðu flestar átta
1801. Nafnið er nú alveg við það að deyja út.
Elísabet er frægt nafn um heiminn fyrr og síðar. Það er gamalt á
landi hér en varð ekki algengt fyrr en á 19. öld. Þetta nafn er ekki
að sama skapi auðvelt þýðingar sem það er algengt og frægt, en
það er komið úr hebresku, og svo mikið er víst að fyrsti hlutinn, Elí,
er sama og guð. Kona Sakaríasar og móðir Jóhannesar skírara hét
Elísabet.
A 17. öld komst Elísabet í 25% allra kvenna á Englandi, og lang-
tímum saman voru 3 kvenmannsnöfn með samtals 50-60% þar í
landi; auk Elísabetar, María (Mary) og Anna (Anne). Svipað var
þar að segja um karlanöfnin William, Jolm og Thomas.
Af nafninu Elísabet eru til svo margar aukagerðir um löndin, að
seint yrði allt upp talið; ætli við þekkjum ekki best Elsa, Lissý og
Beta? Margir Englendingar kunna vísuna um Elísabetu, Betsy,
Betty og Bess, sem fóru að leita að hreiðri. Þær fundu hreiður með
fintm eggjum og tók hver eitt egg, en eftir voru fjögur! Því að auð-
vitað voru Elísabet, Betsy, Betty og Bess allt ein og sama konan.
Haraldur harðráði Sigurðarson Noregskonugur sótti sér brúði í
austurveg og hét Elísabet Jarisleifsdóttir.
Norðmenn breyttu Elísabetu, sem fvrir þeirn var auðvitað óskilj-
anleg hebreska, í Ellisif, og barst það góða nafn til Islands. Það var