Húnavaka - 01.05.1995, Page 95
HÚNAVAKA
93
þeirra heitir Felixstowe, hafnarbær í Suffolk. Felix Mendelsohn
samdi lög í Þýskalandi.
Þetta nafn kom snemma til Islands, og voru tveir 1703 og síðan í
öllum manntölum, en fáir, oftast á bilinu 5-15.
Menn hafa oft sýnt mikla hugkvæmni við að skíra eftir öðrum.
Eitt var það að láta Feldísi heita í höfuðið á Felix og Herdísi. Feldís
Felixdóttir var 12 ára á Neðri-Brunná í Dalasýslu 1845.
Harpagus þótti mér ekki árennilegt nafn við fýrstu sýn, en í
Tungukoti ytra í Blöndudalshólasókn var Harpagus Jónsson 3 ára
1801. Hann mun vera eini Islendingurinn sem þetta nafn hefur
borið. Nafnið er framandi að gerð, enda langt að komið. Medískur
hershöfðingi á 6. öld fyrir Krist hét Harpagus eða Harpagos
(Harpago). Þessi og þvílík orð eru komin úr grísku og merkja bæði
krókstjaka til að seilast í skip og tól til árásar á múrveggi. Eitthvað
hafa Húnvetningar 19. aldar þekkt til þvílíkra orða, sem brátt mun
heyrast í sambandi við Natan. Líklega ltafa þeir, a.m.k. sr. Auðun í
Blöndudalshólum, kunnað skil á einhverjum sögum og rímum sem
ég veit ekki um enn sem komið er.
Jessi er víst sama nafnið og Jesse í hebresku, en gæti svo sem ver-
ið aukagerð af Jóhannesi, eins og í Danmörku bæði Jes og Jess.
Jesse í hebresku merkir „guð lifir“. Svo hét faðir Davíðs konungs,
en afi hans og amma Rut og Bóas.
Árið 1801 var Jessi Þórðarson 56 ára á Syðri-Löngumýri í Svína-
vatnshreppi. Hann mun eiga fáa nafna á landi hér, en þó hét svo
einn Skagfirðingur 1703.
Jóas er líka úr Biblíunni og tekið lítt breytt úr hebresku. Það á
að tákna „guð er sterkur, guð er kominn til hjálpar" eða eitthvað
þvílíkt. Nafnið kemur nokkrum sinnum fyrir í Biblíunni. Arið
1801 var einn Jóas á Islandi, Illugason, eins árs í Brekkukoti í
Þingeyrasókn. Hann var skammlífur og nafnið dó út með honum
hérlendis.
En nú er að hefjast, eigi að síður, ógurleg sókn Jó-nafna alls kon-
ar í Húnavatnssýslu, og kem ég að því fyrr og síðar í því sem eftir er
af þessu spjalli.
Jósafat var eitt þessara hebresku guðsnafna sem Húnvetningar
voru svo ginnkeyptir fyrir. Einn af tryggum stríðsmönnum Davíðs
konungs nefndist svo. Nafnið á að merkja „guð hefur dæmt“.
Um aldamótin 1800 nam þetta nafn Island og var lengi vel langal-