Húnavaka - 01.05.1995, Síða 96
94
HUNAVAKA
gengast meðal Húnvetninga. Elsti Jósafat í því héraði var Tómasson
á Stóru-Asgeirsá í Víðidal, fæddur 1788.
Talsvert hefur Jósafötum á Islandi fækkað á þessari öld. Voru
flestir í manntalinu 1855, mikill meiri hluti þeirra í Húnaþingi.
Natan varð frægt nafn á landi hér, þótt fáir hafí borið það og víst
aðeins einn, þar til fyrir fáum áratugum, að það var endurnýjað.
Það er hebreska og merkir gjöf, Jónatan þá auðvitað guðsgjöf.
Mikil saga fylgir þessu nafni. Ai'ið 1795 fæddist Guðrúnu Halls-
dóttur og Katli Eyjólfssyni á Móbergi í Langadal, síðar í Hólabæ í
Bólstaðarhlíðarlireppi, sonur. Móðirin kom hart niðnr og vissi ekki
til þess er barnið var skírt. Sr. Auðun Jónsson í Blöndudalshólum,
ættfaðir Blöndalanna, á að hafa sagt að sveinninn væri álitlegur og
ætti að fá gott nafn og sjaldgæft og bauð föður hans að velja um
Harpagó eða Natan! Ketill tók síðari kostinn og líkaði Guðrúnu
illa, er hún rankaði við sér og frétti nafngiftina. En óvildarmaður
hjónanna laust upp þeim kvitt að Satan sjálfur hefði vitjað nafns til
Guðrúnar, en prestur ekki þorað að ganga þvert gegn vilja hans.
Ekki þótti við liæfi að skíra blessað barnið Satan, og varð þá fanga-
ráð að grípa til Natans-nafns!
Natan Ketilsson var á margan hátt sérkennilegur og vílaði fátt fyr-
ir sér. Hann var myrtur 1728. Það mun svo ekki liafa verið fyrr en
1960 að annar Islandingur hlaut þetta nafn, en fáeinir síðan, t.d.
einn 1982 og annar 1985.
Sakkeus er úr hebresku Zachaeus= „hreinn, sýkn saka“. Þetta er
Biblíunafn. I Nýja testamentinu segir frá tollheimtumanni með
jiessu nafni, og gerðist sá lærisveinn Ki ists. Eg veit ekki til þess að
nema einn Islandingur liafi borið þetta nafn. Sá var Sakkeus
Bjarnason f. 1800, síðar bóndi á Búrfelli í Staðarbakkasókn.
Arið 1801 voru enn aðeins þrír Húnvetningar tvínefndir, allt kon-
ur, eða öllu heldur ungar stúlkur. Tvær þeirra voru dætur sr. Rafns
Jónssonar á Hjaltabakka, Valgerður Kristín og Anna María. En
skjótt skipast veður í lofti, sem brátt kom í ljós.
III.
Stöldrum þá við manntalið 1845. Með batnandi árferði hafði
Húnvetningum fjölgað ört, um 1156 á 44 árum. Nöfnum hafði