Húnavaka - 01.05.1995, Page 97
HÚNAVAKA
95
líka fjölgað til muna, kvenna í 154 og karla í 187. Þá hafði Hún-
vetningum bæst eitt nýtt ættarnafn, Blöndal, stundum skrifað
Blöndahl.
Aðurnefndur sr. Auðun í Blöndudalshólum átti son er Björn liét.
Sá varð sýslumaður Húnvetninga, sat í Hvammi í Vatnsdal og tók
upp Blöndalsnafnið. I manntalinu 1845 er hann skráður Björn
Auðunsson Blöndahl og kona hans Guðrún Þórðardóttir Blön-
dahl. Hins vegar eru börn þeirra mörg skráð Björnsson og Björns-
dóttir þá. Þau hétu öll tveimur nöfnum og tóku sum hver upp
Blöndalsnafnið.
Arið 1801 var Björn skráður Auðunsson.
A 44 árum hafa allmiklar breytingar orðið á nafngjöfum Hún-
vetninga, og miklu meiri heldur en á 18. öld allri. Hyggjum þegar
að algengustu nöfnum, fyrst meðal kvenna:
1. Guðrún (226), 2. Ingibjörg (161), 3. Sigríður (138), 4. Margrét
(118), 5. Helga (105), 6. Kristín (90), 7. Anna (76), 8. Sigurlaug
(59), 9.-10. Björg og Hólmfríður (48), 11. Guðbjörg (43), 12. Mar-
ía (42), 13. Jóhanna (38), 14. Sigurbjörg (37), 15. Steinunn (35),
16.-17. Elín og Solveig (33), 18. Rósa (32), 19. Halldóra (31).
Hér sætir tíðindum að Ingibjörg er rokin upp í 2. sæti, vel ofan
við Sigríði. Það er óvenjulegt, og þetta stóð enn eftir tíu ár, en Sig-
ríður hafði þó hafið gagnsókn til að endurheimta 2. sætið. En íleira
hefur gerst merkilegt, sem í megindráttum sýnir erlend áhrif. í 7. -
14. sæti eru nú Anna, Sigurlaug, Björg, Hólmfríður, Guðbjörg,
María, Jóhanna og Sigurbjörg og hafa rutt þaðan burtu Olöfu, Sol-
veigu, Þórunni, Elínu, Valgerði, Steinunni og Þorbjörgu. Þetta er
mikil breyting á skömmum tíma.
Lítum á karlanöfnin. Þar er vinsældatoppurinn svona 1845:
1. Jón (255), 2. Guðmundur (176), 3. Sigurður (87), 4. Jónas
(76), 5. Björn (75), 6. Bjarni (64), 7. Ólafur (60), 8. Jóhann (59),
9. Gísli (53), lO.Jóhannes (50), 11.-12. Magnús og Stefán (42), 13,-
14. Árni og Sveinn (38), 15. Benedikt (35), 16. Einar (33), 17.
Helgi (30).
Hér er fyrrnefnd sókn Jó-nafnanna langathyglisverðust, svo og
annarra erlendra nafna, einkum Benedikts og Stefáns. Hvergi varð
Benedikts-nafn jafnalgengt á Islandi sem í Húnaþingi, svo að ég
vití.
Ekkert þessara nafna, Jónas, Jóhann, Jóhannes, Stefán og Bene-