Húnavaka - 01.05.1995, Side 98
96
HUNAVAKA
dikt, var á toppi vinsældanna 1801, og er þetta afar mikil breyting,
á svo stuttu bili, 44 árum.
En mesta breytingin er þó enn ónefnd: stórfjölgun tvínefna, úr
þremur í 145. Eins og víðast annarstaðar á landinu tók tvínefnum
mjög að fjölga um 1830, en það skilur Húnvetninga frá öðrum
landsmönnum ýmsum, að tvínefni voru þar aðeins lítið algengari
(75) meðal kvenna en karla (70). Víða var þetta mun algengara
meðal kvenna, t.d. í Eyjafirði á sama tíma 154 konur og 68 karlar, í
Borgarfjarðarsýslu 13 á móti 5.
Sameiginlegt með Eyfirðingum og Húnvetningum var það aftur
að hafa Onnu oftast sem fyrra nafn af tveimur, hjá Húnvetningum
18/75 og Eyfirðingum 32/154. Hjá Húnvetningum var tíðast af
hafa Margrét eða María sem síðara nafn með Onnu. Að öðru leyti
var samsetning tvínefna kvenna hvergi nærri eins útlenskuleg og
hjá Isfirðingum til dæmis, framandlegustu samsetningar voru: Ind-
íana María, Júlíana Sofla, Klementínajóhanna, Magdalena Lilja og
Metta María.
Tvínefni karla eru reyndar sérlega merkileg í Húnaþingi 1845.
Sautján tvínefnanna hafa fyrir síðara lið nafn sem endar á -mann,
endingu sem er tekin upp úr þýsku og dönsku, svo sem Hermann,
Bergmann og Frímann. Þrettán hétu Frímann að síðara nafni, svo
sem Guðmundur Frímann, Jakob Frímann og Jóhann Frímann.
Húnvetningar 19. aldar hafa viljað að synir þeirra væru frjálsir
menn! Eg kem betur að þessu nafni bráðum. Þá voru Húnvetning-
ar teknir að skíra Leví, að seinna nafni einvörðungu, og þekkja
menn enn þann sið.
En Húnvetningum dugði ekki Hermann, Bergmann og Frímann,
heldur skírðu nú líka Armann, Guðmann og Kristmann upp á dön-
sku, þótt ekki væru það síðari nöfn. Mikið bar á Krist-nöfnum, og
hefur það líklega, eins og fjöldi Jó-nafnanna, átt að gefa til kynna
trú og guðrækni.
Ef betur er gáð að uppruna tvánefnanna, kemur í ljós, eins og
annarstaðar, að meiri hluti þeirra er af erlendum og blönduðum
uppruna, en lítill minni hluti alíslenskur. Þetta var lagið, siðurinn
údendur og sjaldan sett saman tvö íslensk heiti. Blönduð meðal
Húnvetninga 1845 voru 76, dæmi Anna Sigríður og Björn Benóní,
alútlend 47, dæmi Metta María og Jakob Frímann, og alíslensk 22,
dæmi Guðrún Ingunn og Björn Skafti.