Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 99
HUNAVAKA
97
Þá skulum við líta á nokkur nöfn sem bæst höfðu í hópinn hjá
Húnvetningum frá 1801 - 1845, þótt ég hafi nefnt sum þeirra lítil-
lega áður:
Aðalheiður. Þótt þetta nafn sé talið hafa borist okkur úr þýsku, er
íslensk gerð þess meir en boðleg, og merkingin góð =„göfug og
björt“. I erlendum málum er þetta á ýmsan veg: Adelheid, Adelaide
og jafnvel Alice sem ekki er óþekkt nafn á landi voru.
Aðalheiður varð seint eiginnafn kvenna á Islandi, og hin eina í
manntalinu 1845 var Aðalheiður Sigurðardóttir, 11 ára, á Reykjum
í Þingeyrasókn. Tíu árurn seinna haíði aðeins ein bæst við, en um
aldamótinn 1900 tók nafnið undir sig stökk, og nú eru mörg hund-
ruð Aðalheiða á Islandi. En það er ekki í sérstakri náð allra síðustu
árin, fjögur atkvæði þykja víst of mikið í einu nafni.
Aslaug er gömul samsetning, „sú sem er helguð ásum, vígð guð-
unum“. Nafnið týndist þó um aldir, en var endurlífgað á 19. öld,
kannski fyrir álirif frá sögunum um Sigurð Fáfnisbana, því að fyrsta
Aslaug, sem ég veit um á Islandi, var Sigurðardóttir, fædd 1808 í
Norður-Múlasýslu. Upp úr síðustu aldamótum fjölgaði Aslaugum
til muna, og eru nú mörg hundruð.
Fleira mætti nefna til marks um hugsanlegt dálæti Húnvetninga á
fornaldar- og riddarasögum. Til er Flóres saga og Blanceflúr (eða
Blankiflúr), ákaflega rómantísk og full af }Tirgengilegri ást, kristi-
legheitum og ósennilegum atburðum. Þar heita elskendurnir Flór-
es og Blanceflúr, konan nefnd síðar. Nöfnin eru ættuð úr frönsku
og tákna blóm. Arið 1845 bjuggu á Sneis í Holtastaðasókn Helgi
Guðmundsson og Sigríður Halldórsdóttir. Þau áttu fimm börn, en
tvö þeirra hétu einmitt Flóres og Blanciflúr. Ekki er mér kunnugt
um aðra Islendinga með þessum nöfnum.
I öllu Jó-nafnaflóðinu hlaut að því að koma, að konur væru skírð-
ar eftir Jóni ogjónasi. Þetta fór svolítið breytilega af stað. Húnvetn-
ingar fundu upp nöfnin Jónea og Jónesa. Jónesa mun aðeins ein
kona hafa heitið, Jónasdóttir, væntanlega heitið eftir föður sínum
(menn hittu ekki ájónasínu fyrr en seinna). JónesaJónasdóttir átti
heima á Vatnshóli í Víðidal, og hún á enga nöfnu svo ég viti.
Nafninu Jónea vegnaði ögn betur, og konur með því nafni
komust í 10 bæði 1855 og 1910, en nú er það afar fáheyrt. Jónína,
sem var ísfirsk uppfinning, að ég held, varð hins vegar mjög vin-
sælt. En nefna má að 1855 var aðeins ein Jónína í Húnaþingi, en þá