Húnavaka - 01.05.1995, Qupperneq 100
98
HUNAVAKA
voru þær orðnar 48 í ísafjarðarsýslu. Nú er Jónína í 30. sæti yfir
landið allt.
Estíva, stundum letrað Æstíva, er skrýtið nafn, en er þó víst hrein
latína= „sumarleg, tengd sumri“, svona latnesk Sumarlína, eins og
Þóroddur læknir segir. Mér er ekki ljóst hvernig nafnið barst til Is-
lands eða hvort einhver íslenskur latínuklerkur bjó það til, en 1845
eru tvær Estívur í Húnaþingi, báðar á Breiðabólsstað í Þingeyra-
sókn, 34 og eins árs. Nafnið lifir enn á meðal okkar.
Eybjörg sýnist mér vera gott dæmi um samtengingu t\eggja eldri
nafna, og að mínum smekk mjög vel heppnaða. Ai'ið 1844 fæddist
hjónunum á Urriðaá í Staðarbakkasókn meybarn. Þau hétu Einar
og Ingibjörg og datt nú í hug að tengja nöfn sín í þessum ávexti
sambúðar sinnar. Þau hirtu ekki um smámuni eins og stafsetningu,
heldur tóku Ei úr Einari og björg úr Ingibjörgu, og úr varð Eybjörg
sem kemur út með merkinguna, „hin gæfusama björg eða bjarg-
vættur". Hugsið ykkur, hvernig Einbjörg hefði verið miklu verra, þó
að þá væri ritháttur réttur.
Eybjörgum hefur fjölgað hægt, en nafnið er þó vel lifandi.
Mögum sinnum tóku foreldrar það til ráðs að skíra eftir sjálfum
sér samsett nöfn, einkum stúlkunöfn, og tókst það stundum vel,
eins og með Eybjörgu, en öðrum sinnum stórum miður. Sigfús og
Dagbjört eiga dóttur sem heitir Sigbjört, en því miður hefur það
góða nafn týnst. Lakara þykir mér Eggrún úr Eggert og Guðrún, að
ekki sé talað um Sveingveldur úr Sveinn og Ingveldur og Ki istvilín
úr Kristín og Vilhjálmur, sjá og áður Feldís.
Júlíana spratt upp í Húnavatnssýslu á fyrstu tugum 19. aldar. Þar
hét engin svo 1801, en 13 1845 og 15 tíu árum seinna. Hvorki var til
Júlíus né Júlíanus í sýslunni 1845, en þau höfðu bæði numið land
10 árum seinna.
Karlmannsnafnið Júlíanus er latneskt og dregið af Júlíus sem
erfitt hefur reynst skýringa upprunafræðingum. Júlíanus var dýr-
lingur, og nafnið barst norður um lönd, varð hreint ekki sjaldgæft í
Englandi í halaklipptri gerð Julian. Kvenmannsnafnið Júlíana er
gamalt, svo hét t.d. drottning Osantrix í Þiðriks sögu af Bern. Má
ég skjóta hér inn gamalli þraut úr skanderingu, þegar erfiðast þótti
að frnna vísur sent hæfust á stafnum X. Þessi vísa er smellin og sýn-
ir líka skemmtilegan frambnrð á persneska konnngsheitinu sem
löngum er stafsett Xerxes á vesturlöndum: