Húnavaka - 01.05.1995, Síða 102
100
HÚNAVAKA
nefnd fyrsta kristna konan í Evrópu og var þá komin til Thyastira í
Grikkjaveldi.
Árið 1845 var Lydía Sveinsdóttir 26 ára á Tjörn á Vatnsnesi eina
konan með því nafni á Islandi, en síðan hefur konum með þessu
nafni fjölgað nokkuð, eru nú fáeinir tugir.
Magdalena er kontið úr hebresku af staðarnafninu Magdala eða
Migh dal við Genesaretvatn. Staðarnafnið merkti turn eða virki.
María Magdalena var kennd við þennan stað, en þetta kenninafn
hennar Magdalena, eða Madlenne, verður skírnarnafn á Norður-
löndum á 15. öld. Messudagur Maríu Magdalenu var 22. júlí, en
börn út um heim voru oft skírð eftir dýrlingi fæðingardags síns.
Árið 1703 var engin Magdalena (Magðalena) á landi hér, en 1801
voru þær orðnar sex, og þegar leið á öldina fjölgaði þeim nokkuð,
mest í Húnavatnssýslu, þar voru þær níu 1845. Nafnið hefur heldur
sótt í sig veðrið á okkar dögum.
Aukagerðir Magdalenu-nafns eru Lena og Malín.
Medonía var spánnýtt nafn í Húnaþingi 1845 og reyndar þótt
mikln víðar væri leitað. Medonía Guðrúnardóttir á Stöpum á Vatns-
nesi var þá 22 ára. Þetta fáséða nafn virðist vera dregið af gríska
karlmannsnafninu Medon, hann var sonur Kodrosar og eftir göml-
um munnmælum fýrsti svokallaður arkhont í Aþenu löngu fyrir
Krist. Ekki veit ég með hverjum atburðum þetta nafn hefur borist
til Islands, en fyrrnefnd Medonía Guðrúnardóttir mun ein hafa
borið það hér, nema sama nafn eigi að teljast Metónía, en svo hét
ein kona 1910, fædd í Dalasýslu.
Ég held ég verði að staldra við nafnið Osk, þótt ekki væri það nýtt
í Húnaþingi 1845, en það var lengi sérlega húnvetnskt nafn. Það er
fornt og gott, skylt orðum eins og una, unna, yndi, unaður og von.
Þó var nafnið ekki títt, tvær í Landnámu og ein í Sturlungu. Árið
1703 voru Oskirnar átta og allar norðan og vestan; 1801 16, þar af
12 í Húnaþingi; 1845 alls 33 og þar af 24 með Húnvetningum, og
tíu árum seinna 39 og af þeim 30 í Húnavatnssýslu. 1910 voru þær
orðnar 70. Síðan liefur framgangur þessa nafns orðið mikill, eink-
um eftir að í tísku komst að hafa síðara nafn meyja eitt atkvæði.
Ái ið 1982 var 91 mær skírð Osk, þar af 89 að síðara nafni, og var
Osk næstalgengast nafn meyja í þeim skírnarárgangi. Litlu færri
voru skírðar 1985, en í þjóðskrá 1982 eru Oskir alls 1262 og nafnið
í 24. sæti kvenna.