Húnavaka - 01.05.1995, Síða 103
HUNAVAKA
101
Súsanna er komið úr hebresku gegnum grísku og latínu og merk-
ir blómið lilja. Súsanna, eða Shúsan, er nefnd í Lúkasarguðspjalli.
Nafnið var til á landi bér 1703, en örfágætt, svo og alla 19. öldina.
Helst var það haft í Gullbringu- og Kjósarsýslum, og svo Húnavatns-
og Skagafjarðar. Súsönnum hefur talsvert fjölgað á okkar dögum,
og er þá nafnið skrifað á mismunandi vegu, enda stundum borið af
konum sem eru útlendar að uppruna.
Ogn var til í Húnavatnssýslu 1845, Arnadóttir á Illugastöðum á
Vatnsnesi, aðeins þessi eina á öllu landinu. Nafnið kemur fýrir í
gömlum sögum og er líklega valkyrjuheiti, skylt Agnar og Egill, agi
og ógn. En Húnvetningar gerðu þetta að eiginnafni kvenna, og
það lifir enn, enda þótt menn viti kannski ekki hvað það merkir og
leggi ef til vill í það ranga smæðarmerkingu eða jafnvel aðra, enn
hæpnari.
Aðalsteinn var fágætt nafn á íslandi 1845, svo hétu þá tveir Skag-
firðingar og einn Húnvetningur. Þetta er gamalt nafn og frægt,
m.a. af Egils sögu Skallagrímssonar. Er það þar heiti ensks kon-
ungs, enda er nafnið talið tökuheiti úr fornensku Æthelstan. Ox-
ford Dictionary of English Christian Names segir að þetta nafn hafí
verið endurnýjað í Englandi á 19. öld, kannski fyrir áhrif frá Ivan-
hoe (Ivari hlújárn). Nafnið má þýða „göfugur eða vel ættaður
Steinn“.
Einn Islendingur hét Aðalsteinn 1703, og var sá Snæfellingur, og
aðeins einn aftur, Mýramaður, 1801. Arið 1855 voru þeir enn að-
eins fimm, en svo kom mikið stökk, því að 1910 voru þeir 172, enda
hafði komið út á Akureyri 1877 saga með þessu nafni, Aðalsteinn
eftir sr. Pál Sigurðsson. Sókn Aðalsteins hélt áfram; árin 1921-50
voru 249 skírðir svo, og skipta nú nokkrum hundruðum. Skírðir
1982 sjö og 1985 átta, nærri því að komast í hóp vinsælla nafna, en
þá er miðað við 10 eða fleiri í árgangi.
Bergmann var sérhúnvetnskt skírnarnafn í upphafi. En Jón
Steinsson biskupsson frá Hólum notaði Bergmann sem ættarnafn,
þegar hann dvaldist í Kaupmannahöfn. Eg lield að það sé nokkuð
sniðug „þýðing“ á Steinsson, en dr. Hannes Þorsteinsson heldur að
hann hafi kennt sig við bæinn Setberg, þar sem hann átti heima
um sinn.
Þegar Húnvetningar skírðu Bergmann á 19. öld, var það síðara
nafn af tveimur og auðvelt að sleppa föðurnafninu og nota það