Húnavaka - 01.05.1995, Side 104
102
HUNAVAKA
sem ættarnafn, enda var það stundum gert. Ég nefni vesturíslenska
klerkinn Friðrik J. Bergmann sem dæmi. Þrír Húnvetningar hétu
Bergmann 1845, elstur Jónas Bergmann Jónasson á Rófu í Staðar-
bakkasókn. Tíu árum seinna eru þeir tíu og allir Húnvetningar.
Erfitt hefur reynst að telja síðar, því að í sumum nafnabókum er
þetta flokkað sem ættarnafn.
Daníval held ég að sé seinni tíma samsetning íslensk, líklega til að
skíra eftir t.d. Daníel og Valgerði. Ekki hét þó fyrsti Daníval á Is-
landi eftir foreldrum sínum, þau hétu Guðrún og Guðmundur, en
Danival Guðmundsson fæddist í Svínavatnshreppi 1814. Síðan hafa
sárafáir heitið þessu nafni, en alltaf einhverjir. Þó sýnist mér nafnið
nú í lífshættu.
Flóvent er gamalt hetjunafn úr riddarasögum og rímum. Til er
sérstök Flóvents saga. Nafn þetta var fyrrum stundum skrifað
Fluovent, og reyni ég að setja þetta í samband við latnesku sögnina
fluere=streyma fram, flóa. Ég held að Flóvent sé „hinn framsækni",
eða „sá sem er vel fær“, sbr. fluency á ensku og fluent. Er ekki að
kunna eitthvað fluently=að kunna það reiprennandi?
Flóvent er gamalt á landi hér, 1703 voru þrír Norðlendingar með
þessu nafni. Flóventar voru alla 19. öld og fram yfir síðustu aldamót
nær tíu en tuttugu og svo til allir á Norðurlandi. Nú bera þetta nafn
örfáir menn, en þess má geta að einn sveinn var skírður Flóvent
1985.
Frímann er skandínavískt nafn og merkir náttúrlega frjáls maður.
Eða er þetta „friðarmaður" (þ. Friedmann)? Nafnið kom hingað til
lands á fyrstu áratugum 19. aldar og var framan af einskorðað við
Norðurland og fyrst og fremst Húnaþing. Áiið 1845 hétu 19 Hún-
vetningar Frímann, þar af 13 að seinna nafni. Elstur Frímanna var
Frímann Olafsson Vatnsdælingur, faðir Steinunnar móður Huldu
skólastjóra og Valtýs ritstjóra.
Nokkrir tugir manna heita enn Frímann og nafnið sést í síðustu
skírnarárgöngum.
Kaupmaður á Akureyri af íslenskum ættum nefndi sig Gudmann
(Gúðmann), og Arna Guðmundssyni á Harastöðum í Breiðabóls-
staðarsókn sýnist hafa þótt fínna að láta son sinn heita eftir afa sín-
um Guðmann en Guðmund. Gnðmann Arnason, fæddur 1844,
var eini Guðmann á Islandi 1845, tveir vorn þeir orðnir tíu árum
seinna, báðir í Húnavatnssýsln, en 1910 voru þeir orðnir 55. Þeim