Húnavaka - 01.05.1995, Qupperneq 105
HUNAVAKA
103
hefur lítillega fækkað síðan, en Guðmann er líka haft fyrir ættar-
nafn.
Húnvetningar björguðu Hafsteins-nafni frá glötun. Þetta er göm-
ul samsetning, en lengi vel afar sjaldheyrð. Líf nafnsins hékk öld-
um saman á bláþræði, 1703 einn, 1801 einn, 1845 einn, 1855 einn,
allt Húnvetningar, en á fyrri hluta þessarar aldar varð sprenging, 32
1910 og 359 voru skírðir Hafsteinn árin 1921-50. Nú hefur aðeins
dregið úr, en þó voru 7 sveinar þannig nefndir hvort ár, 1982 og
1985. Getur verið að Hafsteinn sé orðið til úr *Hafrsteinn?
Þótt Húnvetningar tækju upp mörg erlend nöfn á 19. öld, eink-
um Biblíunöfn og önnur sem minntu á kristindóm, áttu þeir líka til
frumlega heimasmíði. Dæmi hennar er nafnið Hugglaður. Arið
1816 var sveinn í Hofssókn á Skagaströnd skírður þessu nafni. Það
er, finnst mér, sómanafn í flesta staði, kannski svolítið erfitt í fram-
burði vegna g-hljóðanna, báðumegin við samskeytin.
Jónadab er eitt Biblíunafnanna hebresku sem Húnvetningar
voru svo hrifnir af á 19. öld. Svo hét frændi Davíðs konungs, og
talið er það merkja „guð er frjálslyndur“ eða „guð er göfugur". Arið
1845 hétu þessu nafni þrír Islendingar, allir í Húnavatnssýslu, elst-
ur Jónadab Grímsson á Ytri-Reykjum í Miðfirði. Þeir hafa aldrei
orðið fleiri á landi hér, og nú er nafnið í lífshættu.
Húnvetningar höfðu líka meiri mætur á nafninu Jónatan en flest-
ir aðrir landsmenn. Sömuleiðis þóknaðist þeim nafnið Jósafat
miklu betur en gekk og gerðist, svo og Jósep. I þessu síðast talda
nafni, sem bæði er frægt af Biblíunni og rímum, liggur óskin um að
guð megi efla eða auka við. Nafnið náði hér verulegri útbreiðslu
um síðustu aldamót, en nú hefur dregið úr. Þó voru sex sveinar
skírðir svo árið 1985.
Þá höfðu Húnvetningar, og reyndar fleiri, tekið upp nafnið Jósías
sem felur í sér þá ósk, að guð lækni. Konungssonur í Júdeu nefnd-
ist Jósías.
F)Tsti Jósías á Islandi var Jónsson, fæddur 1820, og átti heima á
Ytri-Reykjum í Miðfírði. Nú mun þetta nafn dautt, en konuheitið
Jósíana er til.
Húnvetningar höfðu sig upp í að skíra Kaffonas. Arið 1845 bjug-
gu á Hvoli í Breiðabólsstaðarsókn Sigurfljóð Guðmundsdóttir og
Þorvaldur Guðmundsson. Þeim hafði 1830 fæðst sonur sem þau
létu heita Jóhann Kaffonas. Kaffon, sem er víst komið úr grísku, er