Húnavaka - 01.05.1995, Page 106
104
HUNAVAKA
nafn hetju í Líkafrónsrímum Sigurðar Breiðfjörðs og sjálfsagt í
eldri rímum nokkrum sem óprentaðar liggja um sama efni. Ekki
kann ég skil á endingunni as hjá Húnvetningum, en tveir þar í sýslu
fengu nafnið Kaffonas, eða Kaffónas sem stundum sést. Ekki urðu
þeir fleiri á landi hér. Né heldur veit eg livers vegna Kaffon varð
hnndsnafn.
Það má teljast til tíðinda, að Iíarlsberg var gert að skírnarnafni í
Húnavatnssýslu allmörgum árum áður en Karlsberg-brugghúsin í
Danmöku voru sett á stofn. Aðeins einn Islendingur mun hafa heit-
ið svo, Jóhann Karlsberg Friðriksson, fæddur 1828 í Víðidal, átti
seinna heima á Ytri-Ey á Skagaströnd. Þess má geta að ættarnafið
Kallsberg hefur verið til í Færeyjum. Danir telja upphaf Gamla-
Carlsberg-brugghúsanna 1847.
Lárus er eitt þeirra nafna sem var miklu tíðara í Húnaþingi en
annarstaðar á 19. öld. Það er komið til okkar úr dönsku, en af lat-
neskum uppruna og táknar upphaflega þann sem er frá héraðinu
Laurentum eða krýndur lárviði. Nafn þetta er í breytilegum mynd-
um.
Árið 1703 var einn Lárus á Islandi, hafði fjölgað í 9 1801 og í 81
1955. Af þeim voru 18 í Húnavatnssýslu. Lárusum hefur fjölgað til
muna. I þjóðskrá 1982 heita svo einu nafni eða fýrra 382. Skírðir
1982 sex og 1985 þrír.
Sem fyrr segir, tóku Húnvetningar að skíra sveinbörn Leví að síð-
ara nafni. Var þetta framan af bundið þessari sýslu, og lifir nafnið
enn þannig. Það er úr hebresku og merkir „sameinaður, tengdur,
viðloðandi“. Þriðji sonur Jakobs og Leu hét Leví, og voru af honum
liinir kunnu Levítar.
Litlu síðar fundu Húnvetningar upp á að skíra Líndal að síðara
nafni, sjálfsagt eftir Línakradal, og elstur Jieirra var Hjörtur Líndal
Benediktsson, fæddur 1853. Aðrir liafa svo gert Líndal að ættar-
nafni.
Sigurdör er hið merkilegasta nafn, þótt sumir hafí ekki viljað trúa
því og ýmist breytt í Sigurður eða Sigurdór. Dör er spjót og væri Sig-
urdör gott hermanns- eða konungsnafn fornt, en nafnið er ekki
gamalt. A Grund í Breiðabólsstaðarsókn var 1845 sex ára gamall
sveinn Friðrik Sigurdör Stefánsson sem seinna átti eftir að verða al-
þingismaður Skagfirðinga. I Islenskum æviskrám er víst gert ráð
fyrir því að Sigurdör sé einhvers konar frambnrðarvilla og nafninn