Húnavaka - 01.05.1995, Page 107
HÚNAVAKA
105
í samræmi við það breytt í Sigurður. Rétt er nafnið hins vegar haft í
útgáfu þeirri af Alþingismanntali sem Brynleifur Tobiasson sá um.
En í síðari útgáfunni er sú hlálega villa komin, að maðurinn hafi
heitið Sigurdór, því að það nafn varð ekki til fyrr en eftir 1870. Frið-
rik Sigurdör Stefánsson hefur átt einn nafna, Dalamann, Sigurdör
Jónsson (1845-1919).
Því má bæta hér við að Sig\'aldi, sem ekki var nýtt í Húnavatns-
sýslu 1845, var þar miklu tíðara en annarstaðar um miðja öldina.
Það er fornt og táknar þann sem veldur sigri, er sigursæll. Gott
þjóðhöfðingjaheiti.
IV.
Eftirfarandi skrá gefur okkur nokkra mynd af því sem gerðist urn
nafngjafír Húnvetninga 1703-1845:
Nöfn borin af 5 eða fleiri 1703; horfin 1845:
Aldís, Asdís, Asgrímur, Hallbera.
Nöfn borin af 5 eða fleiri 1845; ekki til 1703:
Baldvin, Benjamín, Benóní, Daníel, Elínborg, Elísabet, Friðrik,
Frímann, Gestur, Guðlaug, Hjálmar, Jakob, Jóhanna, Jóhannes,
Jónas, Jónatan,Jósafat, Jósep, Ki istjana, Kristján, Kristmundur, Lár-
us, Lilja, Magdalena, María, Marsibil, Pálmi, Salóme, Sigurbjörg,
Sigurgeir, Sigv'aldi, Svanborg, Sölvi, Una og Þóranna.
Þessi skrá er skýr. Horfm eru 4 ágæt íslensk nöfn, og mikill meiri
hluti hinna nýju er af erlendum uppruna.
Hvers vegna hurfu góð og gild íslensk nöfn eins og Hallbera?
Hvers vegna hjarði rétt aðeins fallegt nafn eins og Bergljót? Fyrir
misskilning, held ég. Menn hafa líklega misskilið báða liðina í Hall-
bera. Fyrri hlutinn er stofn orðsins hallur=steinn, seinni hlutinn
bera=birna, kvendýr bjarnarins. En menn tóku að skynja hall sem
stofn sagnarinnar að hallast og bera var „sú bera, nakta“! „Nakin
kona sem hallast,“ hefur ekki þótt sniðugt!
Hallvör hjarði rétt aðeins í Húnavatnssýslu 1845. Menn hafa lík-
lega ekki lengur skynjað að það er hin „sterka, óbifanlega verndar-
vættur", heldur séð fýrir sér geiflaðan munn. Steinvör (sem merkir
hið sama) þótti víst ekki öllum kyssileg! Hroðalega gátu menn mis-
skilið nafnið Bergljót. Kona, sem það nafn bar, trúði mér fyrir því,