Húnavaka - 01.05.1995, Side 112
110
HUNAVAKA
í einn dag eiga bestu hestarnir að bera mig um eylandið. Sá sem
vill komast í íslenskar göngur, smölun villtu hrossanna á haustin,
verður að snúa sér beint til bændasamtakanna á Islandi. - Og
gleyma næstum öllu sem hann hefur lært um reiðmennsku. Til
dæmis að hestur og knapi séu ein glæsileg heild.
„Klæðið ykkur í eins mikið af fötum og þið getið“, hvetur okkur
Bogga, bóndakonan íslenska. Klukkan fjögur að morgni skríðum
við úr rúmunum og röðum á okkur fötunum — tvennar síðar nær-
buxur, tvennir ullarsokkar, tvennir bolir, lopapeysa og loks vind-
jakki, gúmmíbuxur, trefill og húfa. Þegjandi drekkum við enn einn
kaffíbolla.
Uti er napurt og fingurnir stirðna jafnvel innan undir þykkum
ullarvettlingunum. Það er ekkert ljós í hesthúsinu. Við leggjum á
við skinið frá vasaljósi. Tveir hestar á mann því að það þarf að hafa
hestaskipti á þriggja tíma fresti. Eg fæ Appolló, óstýrilátan gelding
með úfinn makka. Og aukahesturinn er Máni, sem ég kalla „sauma-
vél“ með sjálfri mér, stór, brúnn hestur. Báðir eru þrjóskir. Máni
hnippir stöðugt í bóg Appollós en hann reynir að stjaka honum út
úr götunni.
Það rignir. I rökkrinu ríðum við meðfram rótum risastórs fjalls-
hryggs. Eg rígheld í beislistauminn. Atök hestanna koma mér einu
sinni næstum alveg úr jafnvægi. Bóndinn, Addi Jónsson, situr alveg
afslappaður í hnakknum, ríður upp að mér og segir glottandi: „Þú
ræður hér, sýndu þeim það!“ Taka þétt í tauminn? Ekki þegar ís-
lenski hesturinn á í hlut. Það æsir hann bara upp. Sent sagt halda
laust um tauminn. Eg minnist reiðtímanna, þegar ég var fjórtán
ára, með léttum hrolli. Eg hefði fengið þokkalegar skammir frá
reiðkennaranum: „Hann rífur tauminn úr lúkunum á þér!“ Ein-
hvern veginn hvarf mér öll ánægja af reiðmennskunni þá. Inni í
illa upplýstri reiðhöllinni, stöðugar skipanir. Aldrei máttum við
nemendurnir „sleppa fram af okkur beislinu", ríða út víðan völl. í
landi nteð skipulögðu reiðvegakerfi og skyldumerkingum er hesta-
mennskan í besta falli takmörkuð ánægja.
Hér gegnir allt öðru máli. A Islandi sem er álíka stórt og Baden
Wurttemberg og Bayern eru einungis 260 þúsund manns og 50
þúsund hross. Afstaða Islendinga til þessara húsdýra þeirra er mjög
hlutlæg. Hestarnir eru gagnlegri á torfærum afréttum eyjarinnar
en nokkur jeppi. En það er jafn sjálfsagt að selja hrossagúllas eins