Húnavaka - 01.05.1995, Síða 117
LUDVIG CARL MAGNUSSON:
Laurustrandið
Formálsorð
Höfundur þessarar frásagnar af strandi Lauru, Ludvig Carl Magnússon,
var fœddur 23. júlí 1896 og starfaöi hann lengi sem endurskodandi í
Reykjavík. Albrodir hans var Kristján Carl, verslunarmaður á Sauöár-
króki. Foreldrar Ludvigs voru Magnús Guömundsson verslunarmaöur á
Sauöárkróki, fœddur 21. febrúar 1869, dáinn 19. desember 1939 og kona
hans, Hildur Margrét Pétursdóttir, fædd 27. maí 1872, dáin 9. júlí 1937.
Þau giftust 26. október 1893 og eignuðust Jjögur börn og ólu upp tvö aö
auki. Voru pau lijón vinsæl og vel látin á Sauöárkróki en par bjuggu pau
alla tíö, aö frátöldum árunum 1910-1914 er pau bjuggu á Þingeyri við
Dýrafjörö. Þar starfaöi Magnús hjá Milljónafélaginu svonefnda.
Magnús var formaöur veikalýösfélagsins Fram í nokkur ár, liann sat í
hrepþsnefnd Sauöárkróks og kona hans var mikil félagsmálamanneskja og
dugmikil aö hverju sem hún gekk.
Ludvig var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragnheiður Sumarliðadótt-
irfrá Breiöabólstaö í Dalasýslu. Þau áttu jimm börn, Hildi, sem dó tveggja
ára, og Jjóra syni. Þeir voru Agnar heildsali, Hilmar bakarameistari, Val-
týr rafvirkjameistari og Reynir bókbindari. Ragnheiöur lést 1938. Ariö
1942 kvæntist Ludvig Agústu Pálsdóttur, fæddri 12. ágúst 1893. Hún
var ekkja eftir Símon Þóröarson oggekk Ludvig börnum hennar, sem voru
prjri, í fóöurstaö. Eitt barnanna var Guönin A. Símonar og átti Ludvig
stóran pátt í pví aö koma henni á framfæri sem söngkonu, eins og fram
kemur í endurminningum hennar. Ludvig lést 4. júní 1967.
Varöandi þaö fólk sem Ludvig nafngreinir í frásögninni, skal paö tekiö
fram aö paö er ekki rétt aö Björn á Læk hafi veiiö Björnsson, hiö rétta er aö
hann var Bjarnason. Hann var fæddur á Björgum í Hofssókn 29. janúar
1880, sonur Bjarna Guölaugssonar bónda og konu lians, Guömnar Ei-
ríksdóttur. Var Bjarni af svonefndri Guölaugsætt. Munu pau Bjarni og
Guömn hafa átt 11 börn. Kona Björns á Læk, Ingibjörg Hannesdóttir, var
fœdd 7. júní 1880, var liún dóttir Hannesar Jónssonar sem drukknaöi í