Húnavaka - 01.05.1995, Page 120
118
HUNAVAKA
bættust þar nokkrir viö hópinn, þar á meðal var ég er þessar línur
rita, ásamt móður minni og tveim systkinum. Var ferð okkar með
skipinu heitið til Dýrafjarðar. Eins og títt hefur verið, er farþega-
skip hafa legið lengi á höfnum hér viö land, var talsverður gleð-
skapur um borð í Lauru þetta kvöld. Skröfuðu menn og skegg-
ræddu hverjir við aðra ókunnugir jafnt sem kunnugir; aðrir settust
að spilum og nokkrir tóku lagið. Flestir virtust hafa kastað af sér
hversdagslegum áhyggjum og ekki vera kvíðafullir út af morgun-
deginum.
Samt minnist ég eins manns, nokkuð við aldur, er dró sig út úr
gleðskapnum. Hafði hann, eftir því sem hann skýrði frá, verið á sín-
um yngri árum í hákarlalegum með Jörundi gamla í Hrísey, kunn-
um sjógarpi. Voru þær eigi fáar svaðilfarirnar er maður þessi hafði
ratað í en það þótti mér merkilegast að hann skyldi ekki vera orð-
inn örkumla maður, svo oft hafði hann kalið og beinbrotnað. Vildi
hann ekki að menn væru með galsa, er hann væri að hlaupa upp á
norðan, því að ekki væri að vita hvað morgundagurinn hefði að
færa og gæd þá farið svo, að kátínan færi af fólkinu. En engum datt
í hug að taka mark á karli. Nokkru eftir miðnætti var kyrrð komin á
í skipinu en þá mátti heyra að vindinn var tekið að herða.
Laura strandar
Með birtu miðvikudagsmorguninn 16. mars, var akkerum létt og
stefna tekin út Skagafjörð, og skyldi Höfðakaupstaður (Skaga-
strönd) vera næsti viðkomustaður. En nú var skollin á norðan stór-
hríð. Siglingin út fjörðinn er mér enn vel minnisstæð, eins og raun-
ar öll þessi för. Hélt ég mig allmikið ofanþilja til J^ess að njóta þess
fáa sem séð varð í gegnum hríðina. Aldrei hefur mér virst Drangey
jafn stórskorin og hrikaleg og þegar ég sá hana gnæfa út úr hríðar-
mökkvanum þennan óveðursmorgun.
Undan Ketubjörgum færðust sjóarnir í aukana og urðu þeir þó
mestir er farið var fyrir Skaga. Stóð vindur þá á lilið skipsins og tók
])aö miklar veltur en vel varði Laura sig þá fyrir sjónum eins og fyrr.
Hélst ég nú eigi lengur við á þiljum uppi enda lítið að sjá frá skip-
inu nerna hríðarvegginn og freyðandi stórsjóa. Fór ég því niður í
klefa minn en er ég gekk í gegnum salinn, er nokkrir farþeganna