Húnavaka - 01.05.1995, Page 122
120
H UNAVAKA
áður en stigagangurinn fylltist af hálfklæddu fólki sem æddi fram
og aftur, karlar, konur og börn, h\'að innan um annað. Alls staðar
heyrðust hróp og köll, uppsöluhljóðin breyttust í angistaróp og
vein. Ollum varð nú ljóst, hvað um var að vera. Laura, skipið sem
aldrei ltafði hlekkst á og enginn gat hugsað sér að gæti hlekkst á,
var strandað.
Nú smeygðn þeir fáklæddustu sér í einhverja leppa. Allir þyrptust
að stiganum og upp á þiljur, eins og hleypt væri úr fjárrétt. Allir
vildu fá vissu sína fyrir því hvort hættan væri mikil eða lítil. Er upp
á þiljur kom blasti við geigt’ænleg sjón. Allt í kring um skipið voru
fossandi brimboðar. Að framan voru þeir svo háir að skvettur
gengu yflr framstafninn, teygðu sig aftur eftír borðstokknum og
þeyttu brimlöðrinu um þilfarið. Grár og drungalegur hríðarvegg-
urinn luktist um skipið á alla vegu, nema öðru hverju rofaði til
lands. Spákonufellshöfði gnæfði upp úr snjókafinu, dökkur og
draugalegur, eins og illvættur, sem hefði seitt skipið til sín, og væri
reiðubúinn að grípa það með klóm sínum.
Laura hafði steytt á flúð í víkinni innan við Finnsstaðanes, en það
er spölkorn fyrir utan Spákonufellshöfða, sem Höfðakaupstaður er
kenndur við. Var þá klukkan um liálf tólf fyrir hádegi.
Strax og skipið kenndi grunns, var vélin látin taka fulla ferð aftur
á bak, en ekki dugði það, Laura stóð föst. Síðan var mælt dýpið í
kringum skipið. Við afturenda þess var nóg dýpi en grynningar fýr-
ir stafni. Þá var smábát skotið á flot og lagði hann varpakkeri
skammt fyrir aftan skipið. Vélin var nú aftur látin taka fulla ferð aft-
ur á bak og samtímis var halað í varpakkerið með afturlestarvind-
unni en ekki hjálpaði þetta. Laura stóð enn föst. Var nú liætt við að
reyna að ná skipinu af skerinu, enda var lækkandi sjór, en eimpíp-
an þeytt um stund ef vera kynni, að einhver á landi heyrði hljóðið,
og yrði þannig strandsins var.
Er fýrsti felmturinn, sem gripið liafði farþega, var liðinn hjá og
allir höfðu áttað sig á því, er gerst hafði, færðist nokkur ró yfir
menn og virtist mér þá sem farþegar yfirleitt tækju strandinu með
mikilli stillingu. Munu og sumir skipverjar strax hafa reynt að friða
farþegana og telja þeim trú um, að engin liætta væri á ferðum og
enginn þyrfti að óttast um líf eða limi.
1 þessu sambandi minnist ég eins atA'iks. Eitt sinn, er mér varð
reikað fram hjá eldhúsinu, litlu eftir að strandið varð, rak ég mig