Húnavaka - 01.05.1995, Síða 123
HUNAVAKA
121
þar á skipstjóra og 1. vélstjóra. Stóðu þeir við eldhúsdyrnar, drukku
kaffi úr krúsum og sneiddu vænar brauðsneiðar í mestu makind-
um, að því er ntér virtist. Þótti mér þetta kynlegt þá, en vel má vera
að þeir hafi með þessu verið að sannfæra þá er fram hjá fóru, um
það, að ekki væri ástæða til að æðrast, og kannski hafa þeir verið
orðnir matarþurfi.
í bátunum
Nú var ekkert aðhafst um stund en ráð tekin saman um það, hvað
gera skyldi. - Veður hafði lægt nokkuð frá því er skipið strandaði og
einnig dregið úr briminu er sjór lækkaði. Var og líka ekki eins
dimmt af hríðinni og áður. Varð þetta strandmönnum til happs því
að ekki er að vita hvað annars hefði gerst.
Höfðu nú menn í landi orðið skipsins varir og voru nokkrir
komnir niður í víkina, skammt fyrir innan strandstaðinn, en ekki
freistuðu þeir að brjótast út í skipið, enda hefði slík tilraun eflaust
orðið að slysi.
Er tímabært þótti að reyna að ná einhvers staðar landi, áður en
náttmyrkrið færðist yfir, var fyrsta björgunarbáti skipsins skotið á
flot. En ekki gerði það aðstöðuna hægari, að Laura var farin að
hallast töluvert, sökum sjávarútfallsins, og nokkuð var hún orðin
klökuð.
Voru nú allir komnir í skjólföt sín og eins vel fataðir og hver og
einn átti kost á. Allir voru rólegir, enginn nöldraði, heldur var auð-
séð, að allir voru tilbúnir að mæta því, er verða vildi.
Það fór því allt mjög skipulega fram og algjörlega slysalaust að
koma fólkinu niður í bátinn, þótt illa léti hann við skipshliðina.
Meðal margra annarra lenti ég í þessum báti, móðir mín og syst-
kini. Man ég það enn, hvað móðir mín gladdist yflr því, að við
skyldum öll fá að vera saman. Nú var lagt af stað frá skipinu, og
stj'rimaður skipsins tók við stjórn bátsins. Þegar báturinn var kom-
inn spölkorn frá Lauru, veifuðu bátsverjar í kveðjuskyni til þeirra,
er eftir voru í skipinu, og guldu þeir í sömu mynt.
Nú var tekinn barningur og róið djúpt af strandstaðnum, síðan
styTt fyrir Spákonufellshöfða í áttina á Hólanes, því að þar skyldi
reynt að ná landi. Eins og að líkum lætur, sóttist róðurinn frekar