Húnavaka - 01.05.1995, Qupperneq 124
122
HUNAVAKA
seint, og þótt lítið gæfí á bátinn, sem fór ágætlega í sjó, þá sótti
knldi að þeim, er ekki gátu hitað sér við árarnar. Sumum leið því
sárilla, sérstaklega þeim, er harðast höfðu verið leiknir af sjóveiki
um nóttina og voru því illa fyrir kallaðir í ofanálag til að takast á
hendur ferð á opnum smábát í slæmu veðri um hávetur, en aðdá-
unarvert var það, hvað þeir gerðu sér far um að láta lítið á þjáning-
um sínum bera. Er komið var að Hólanesi, var dokað við um stund
til þess að sjá, hvort gerlegt væri að lenda þar. Okyrrt var við strönd-
ina, og varð því að sæta lagi. Var hamlað aftur á bak upp í k\ ikuna,
meðan beðið var og snúið stefni að landi. Eftir drykklanga stund
kallar stýrimaður: „Verið viðbúnir". Og augnabliki síðar hrópar
hann: „Róið fram“. Tóku nú ræðarar þétt í árarnar og reru brim-
róðurinn, þar til er báturinn stóð í fjörunni. En þá var líka lagið
búið. Fyrsta ólagið náði bátnum, er hann tók niðri, og kastaði hon-
um flötum í flæðarmálinu. Og þótt margar hendur væru viðbúnar
í fjörunni til að taka á móti bátnum, er hann lenti, og veita strand-
mönnum alla aðstoð sína, blotnuðu samt flestir þeirra, er í bátnum
voru, og rennvotir urðu þeir er best gengu fram til að varna því, að
báturinn hallaðist fram í kvikuna. Tókst það giftusamlega, og
komust skipbrotsmenn óskaddaðir á land upp.
Eftir atvikum má því segja, að ferðin til lands í björgunarbátnum
hafi farið betur en á horfðist í fyrstu, og svo varð einnig með alla
bátana frá Lauru. Lentu hinir bátarnir hjá Höfðakaupstað og skil-
uðu öllum heilum á land nm kvöldið.
Talið var, að farþegarnir hefðu verið alls um fjörutíu.
Og er skipverjar voru meðtaldir, voru það eitthvað milli 60 og 70
manns, er bjargast höfðu á land.
Leitað bæja
Umhverfis vörina, sem við höfðum lent í, voru háir bakkar, og
héngu stórir snjóskaflar framan í þeim. Var ekki auðhlaupið að því,
að komast upp úr vörinni. Loks komust þó allir upp á bakkann,
hver með annars aðstoð, en erfiðleikum var það bundið að koma
upp fyrir skaflinn sumum þeim, er lasburða voru og helkaldir, eftir
setuna í björgunarbátnum.