Húnavaka - 01.05.1995, Page 126
124
HÚNAVAKA
heitir, og er hann sem næst miðja vegu milli Hólaness og Höfða-
kaupstaðar. Gangurinn sóttist mjög seint, því að ófærð var mikil, og
lvjandi að kafa snjóinn. Náðum viö bænum og gerðum boð eftir
húsráðendum, Birni Björnssyni
og Ingibjörgu Hannesdóttur.
Komu þau óðara fram í bæjar-
dyrnar, og könnuðust þær þá
strax hvor \ið aðra, Ingibjörg og
móðir mín, höfðu áður kynnst
lítils háttar á Sauðárkróki. Og
varð biðin á hlaðinu ekki löng.
Húsráðendur kváðu velkomið,
að við værum þar, og nytum þess
er þau gætu veitt okkur. Bjugg-
um við hjá þeim þá daga, er við
vorum á Skagaströnd, og voru
þau mjög samtaka um að gera
dvölina þar sem ánægjulegasta
fjTÍr okkur, og marga aðra skip-
brotsmenn, er komu sér til
Steinunn Bemdsen.
ánægju á heimili þeirra, meðan beðið var eftir skipsferð.
Hinir aðrir skipbrotsmenn náðu líka allir bæjum, og var víðast vel
tekið. Skipverjum, öðrum en yfirmönnum, var komið fyrir í barna-
skólahúsinu, ásamt nokkrum farþegum.
Björgunarskipið Geir kemur á strandstaðinn
Þegar eftir að skipbrotsmenn höfðu náð landi, var hraðboði
sendur til Blönduóss með símskeyti til björgunarskipsins Geirs um
að koma norður, en hann lá þá á Reykjavíkurhöfn. Brá Geir strax
við, lagði af stað um kvöldið og kom að strandinu á föstudagsnótt.
Var Laura þá enn óbrotin, enda hafði veður verið sæmilegt daginn
áður, og þá unnið lítils háttar að því að flytja á land farangur far-
þega og skipverja.
Hóf Geir undirbúning að því að ná Lauru á flot og voru þá taldar
miklar líkur á því, að það mundi takast. Var unnið allan föstudag-