Húnavaka - 01.05.1995, Page 127
HÚNAVAKA
125
inn við að létta skipið og vörur úr því fluttar á land, en þó einkum
yfir í björgunarskipið.
En enginn fær umflúið sinn skapadóm.
A laugardagsnótt spilltist veður með vestan stormi og brimgangi
miklum. Þá nótt kastaðist Laura af skerinu, er hún hafði strandað
á, og rak vestanstormurinn hana nær landi og braut botn hennar,
svo að sjór féll inn. En björgunarskipið leitaði sér skjóls vestur und-
ir Vatnsnesi. Mátti nú sjá, að það gat brugðið til beggja vona, hvort
liægt yrði að bjarga Lauru.
Samt hélt Geir björgunardlraunum sínum áfram og jafnframt var
unnið að því að ná vörum á land, en þær voru miklar í Lauru dl
kaupstaðanna við Húnaflóa og á Vestfjörðum. Vörurnar, sem
björgðuðust, voru yfírleitt taldar lítils virði, sökum skemmda. Oveð-
ur voru alltaf mikil á köflum, og var því aðstaðan við björgunina
hin versta. Fimmtudaginn 24. mars gafst Geir loks upp við að ná
Lauru út, og hafði hann þá verið að reyna að bjarga henni í sex
daga. Var hún þá líka svo mikið brotin, að vonlaust var, að hún
næðist á flot.
Ævilok Lauru urðu því þau, að hún liðaðist í sundur á strand-
staðnum. Og er minnst var á örlög hennar rifjuðust upp fyrir mörg-
um ævilok annars skips, póstskipsins Phönix. Laura var sem sé
smíðuð til þess að taka við póstferðum hér \ið land, þegar Phönix
fórst, eftir mikla hrakninga, í nær óstæðu ofliðri með feikna frost-
hörku, hinn 31. janúar 1881, á skerjaflúðum suður og fram undan
Syðra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi. Atti hún líka að bera beinin í
brimgarðinum við strendur landsins, eins og skipið sem hún kom í
staðinn fyrir?
Laura var að stærð 1049 brúttósmálestir, og var smíði hennar lok-
ið haustið 1882. Var hún smíðuð með Islandsferðir fyrir augum og
því vel dl hennar vandað. Hóf hún ferðir sínar hingað til lands
1883 og var jafnan síðan í Islandsferðum, þar til hún strandaði
1910 eins og fyrr var sagt.
Sjópróf voru haldin þessa dagana á Skagaströnd út af strandinu.
Hélt þau sýslumaður Húnvetninga, Gísli Isleifsson, en eigi hefur
mér gefíst kostur á að kynna mér, hvað þar hefur verið upplýst um
orsakirnar að strandi Lauru.