Húnavaka - 01.05.1995, Side 128
126
HÚNAVAKA
Skagaströnd kvödd
Þegar Geir hætti björgunartilraunum sínum, færði hann sig af
strandstaðnum og inn á Höfðakaupstaðarhöfn. Var það nokkru eft-
ir miðjan dag, að hann kom á höfnina. - Voru boð látin ganga út
um það að hann færi suður um kvöldið, og skipbrotsmenn gætu
fengið að fljóta með. Yrði komið við á Isafirði og Patreksfirði á leið
til Reykjavíkur.
Eins og nærri má geta, urðu allir fegnir því, að fá að halda áfram
sjóferðinni, en galli var það á gjöf Njarðar, að bráðhvasst var orðið
af suðvestri og sjór úfinn. Stóð beint upp á vörina fyrir neðan
I Iöföakaupstað, en þaðan var fólkið og farangur þess flutt út í Geir.
Það gat orðið spauglaust að komast út úr Höfðakaupstaðarvör,
}'fir sundið og út í skip á höfninni, er vindur blés af suðvestri, en þó
reyndi íyrst verulega á hug og djörfung hinna fræknu sjómanna,
semjafnan liafa verið á Skagaströnd, þegar fara þurfti leið þessa, er
ofsarok var skollið á. Vörin var mjög þröng og bryggja engin, held-
ur voru bátar fermdir og affermdir við klappirnar. Þegar vörinni
sleppti, tók við sundið, er takmarkaðist af Spákonufellshöfða að
norðvestan og Spákonufellse}ju að suðaustan. Er öldu lagði inn
sundið mynduðust á því straumköst, sem stöfuðu af útsogi, annars
vegar frá höfðanum hins vegar frá eyjunni.
Er ólíku saman að jafna, aðstöðunni áður f}Tr og eftir að hafnar-
virkin komu þar. Þykir þ\á hlýða að skýra nokkuð náið frá þessari
hættuför um sundið.
Flutningurinn um borð í Geir gekk rnjög seint, sérstaklega er
rökkva tók, enda var flutningsbáturinn nokknð stór og þungur. En
á hinn bóginn reyndust allir bátsmennirnir, en þeir áttu heima á
Skagaströnd, bæði formaðurinn, Sigurðnr Jónasson, og ræðararnir
sex, hinir vöskustu sjómenn, eins og nú verður frá skýrt.
Móðir mín og við systkinin lentum í síðustu ferð bátsins, ásamt
tíu öðrum strandmönnum. Var þá skollið á náttmyrkur og slíkt
aftakaveður, að öllum var það ljóst að lagt væri út í fulla tvísýnu.
Þegar búið var að koma farangrinum fyrir í bátnum, tóku U’eir
bátsmanna sig út úr hópnum og ræddu saman um stund. Voru það
formaðurinn og Björn Björnsson frá Læk. Síðan komu þeir til okk-
ar, þar sent \’ið biðnm á klöppunum, og löttu okkur frekar fararinn-