Húnavaka - 01.05.1995, Page 132
130
HUNAVAKA
skemmt sökum sjóbleytu. Þóttu þó kolin mestur fengur í kolaleys-
inu.
Um miðjan apríl var svo haldið uppboð á Skagaströnd á nokkru
af strandgóssinu. Miklu af því, er bjargaðist, var á hinn bóginn ráð-
stafað á þann hátt, að það var sent til Reykjavíkur og selt þar á upp-
boði. Og fór þannig stranduppboðið frani á U'eim stöðum, á sitt
livoru landshorni. I fréttabréfi úr Skagafírði, dagsettu 30. apríl
1910, er birtist í Akureyrarblaðinu Norðra 6. maí sama ár, er
smákafli um uppboðið á Skagaströnd. Þykir viðeigandi að birta
hann hér, til merkis um aðsóknina á uppboðið: „Nokkrir héðan
norðan að klifu fjöll og fannir vestur á Skagaströnd til happakaupa
á stranduppboðinu Laura, og hugðust mundu þaðan hafa hitann
úr, - því að þar voru á boðstólum feiknin öll kola, - auk rnargra ann-
arra góðra hluta. - En svo fór um förina þá, að mennirnir komu
heim aftur með hendur tómar og liuga fullan undrunar og aðdá-
unar á því, hve mikil brjóstgæði, risna og höfðingskapur hinum
fjarlægu eigendum strandgóssins var sýnd á mannþingi því.“
Má af þessum bréfkafla sjá, að ekki hafa Skagfirðingar verið
ánægðir með verðlagið á uppboðinu. En þótt svo væri, er ekki þar
nteð sagt, að þeir, er bjuggu í nágrenni við strandstaðinn, hafi ekki
gert sæmileg kaup á uppboðinu, enda hef ég aldrei heyrt Skag-
strendinga kvarta yfir því. Hins vegar var aðstöðumunurinn rnikill.
Skagstrendingar þurftu litlu eða engu til að kosta um flutning á
vörunum heim til sín, en flutningskostnaður hlaut óhjákvæmilega
að falla mikill á það, er Skagfirðingar hefðu keypt og flutt heim í
liérað til sín.
I júnímánuði munu svo síðustu leifarnar af Lauru hafa verið seld-
ar. Var það skrokkurinn, er norsk naglaverksmiðja keypti og lét rífa,
eins og gerlegt þótti.
Þá er lokiðfrásögn minni af Laurustrandinu. Hafa verið raktir atburð-
irnirístærri dráttum, en lítið hirt um liin smcerri atvik oglítilvægari. fafn-
vel þótt ekki yrði slys á mönnum eða nokkur tapaði lífi við strand þetta,
cetla ég, engu að síður, að það sé þess vert, að láta það ekki falla í algera
gleymsku.