Húnavaka - 01.05.1995, Page 138
136
HÚNAVAKA
þar sem farið var yfír lög þess og kosið í fyrstu stjórn. í aðalstjórn
voru kosin: Steingrímur Davíðsson, formaður, Rannveig Líndal, rit-
ari ogjón Kristófersson, féhirðir. I varastjórn: Halldór Björnsson,
Hermann Víðdal og Klemens Þorleifsson. A fyrsta fundinum voru
jafnframt kosnir menn sem endurskoðendur félagsins og í verk-
efnanefnd næsta fundar.
Allir þeir sem vildu ganga í ungmennafélagið urðu að skrifa und-
ir Skuldbindingarskrá Ungmennafélaga Islands og lög félagsins. 1
fyrstu lögum félagsins segir í 3. grein: ,Að tilgangi sínum vinnur fé-
lagið með því að halda fundi þar sem fluttir séu fyrirlestrar af félög-
um sjálfum, eða utan félagsmönnum og umræður fari fram, upp-
lestui', söngur, íþróttir og annað það sem lýtur að líkamlegu og
andlegu atgervi.“
A fyrstu árum félagsins liófust fundir gjarnan á að sungin voru
nokkur lög. Þá var byrjað á dagskrá fundarins þar sem skipaður var
fundarstjóri, fundarritari og dyravörður virðist bafa verið alloft. Ef
félagsmaður mætti ekki á fund var nafn hans skrifað niður. Þá segir
í 12. grein laganna: „Mæti félagsmaður ekki að forfallalausu á
þremur fundum í röð, varðar það brottrekstri.“ Gjarnan var byrjað
að ræða félagsmál sem vörðuðu fjárhag félagsins og hvort ekki
mætti halda skemmtanir, eins og bögglauppboð, danssamkomur,
blutaveltu, leiksýningar og fleira. Sem dæmi um tillögur og sam-
þykktir var stofnun á sjóði fyrir fátæk börn er gleðja átti fyrir jólin.
Samþykkt að athugað yrði verð á númeratöflum fyrir kirkjuna. A
fundum voru lesin upp ljóð, rætt um efnisinnihald bókar er tveir af
félagsmönnum höfðu lesið fyrir fundinn. I fundarlok var kosið í
verkefnanefnd næsta fundar en það var skylda nefndarinnar að
skila formanni verkefni tveimur dögum fyrir næsta fund. Þá voru
sungin nokkur lög, drukkið kaffí og stiginn dans ef tfmi var til.
Ekki er vitað með vissu hversu margir gerðust félagar í Umf. Hvöt
á stofnfundinum en frá stofndegi og til ársins 1945 er að sjá eftir
fundargerðarbókum að félagsmenn hafí verið hátt í 200. Til er skrá
yfir félagsmenn veturinn 1928-1929 og eru þeir þá 25 talsins.
Strax á fyrsta starfsári félagsins var rætt um að það tæki að sér
framkvæmd á barnaskemmtun sem haldin hafði verið á Blönduósi
um jólin fyrir börnin sem annars höfðu ekki um margar skemmt-
anir að velja. Framsögumaður var Karl Helgason. Vildi hann halda
bögglauppboð til fjáröflunar fyrir barnaskemmtunina en ekki var