Húnavaka - 01.05.1995, Page 150
148
HÚNAVAKA
Ungir verhlaunahafar á Uppskeruháilíf) Hvatar 1989. Fremri röd frá v.: Kristinn, Þcyr,
Gréta, Ámý, Kristófer Þór, Kristófer K, Marsibil, Péturína, fón Gubmann, Kristján Óli,
Óli Valur, Jón. Aftari röd frá v.: Hrefna, Sunna, Fanney, Elsa, Pétur, Bjami Gaukur,
Baldur, Eysteinn, Sigmundur. Viö ræbupúltiö er Kjartan B. Adalsteinsson.
Ljósm.: Grubm. Haralds.
seinna, er sýslulið USAH var að miklu leyti byggt upp af Hvatarfé-
lögum. Héraðsmót voru haldin í nokkur ár í tveimur aldursflokk-
um. Þá var farið í æfmgabúðir á hverju voru frá 1980 til 1984.
Helstu mót sem félagsmenn kepptu á utan héraðs undir merkjum
USAH voru: Sýslukeppni USAH-USVH-UMSB, Norðurlandsmót og
Aldursflokka meistaramót Islands, en þar náðist besti árangur ann-
að sæti.
Ahugi á skíðaíþróttinni hefur eflaust blundað lengi meðal
margra Blönduósinga. Fyrir áratug síðan var keypt skíðatogbraut til
félagsins, en erfiðlega gekk að fmna henni stað þar sem nægur
snjór væri. I fýrstu var henni komið fyrir upp á Þverárfjalli, skammt
fýrir ofan bæinn Þverá í Norðurárdal. Ekki dugði það til lengdar
vegna samgönguerfiðleika er tíðarfar var risjótt. Veturinn 1989-
1990 var togbrautin sett upp í Vatnahverfi og hefur verið mikið not-
uð er snjór hefur verið nægur.