Húnavaka - 01.05.1995, Page 152
150
HUNAVAKA
er ákveðið að endurvekja útgáfu þess. Formanni þótd margir latir
við að tala á fundum, en vonaði að þeir væru viljugri við að skrifa.
Þegar lokið er annasömu starfsári hefur það verið venja hin síðari
ár að halda Uppskeruhátíð. Þá er farið yfir starfið á liðnu ári, born-
ar frarn veitingar er tilreiddar hafa verið af félagsmönnum, foreldr-
um og öðrum velunnurum. Veittar eru viðurkenningar til þeirra
sem lagt hafa sig fram og náð árangri í íþrótt sinni.
Þegar afla þarf fjár til reksturs á ungmennafélagi, þar sem flestir
félagsmenn eru mjög ungir að árum, þarf fullorðna fólkið að vera
duglegt og útsjónarsamt. Þá er gott að taka unga fólkið með í fjár-
aflanir á vegum félagsins og láta þau læra rétt vinnubrögð.
Margir dansleikir, leikrit og bögglauppboð hafa verið í því skyni.
Jólapóstur hefur verið borinn í hús á Blönduósi á aðfangadag jóla
síðan 1967 af jólasveinum á vegum félagsins, eftir að tekið hefur
verið á móti bréfum og bögglum á Þorláksmessu. Blómasala hefur
verið á konudaginn síðan 1986. Söfnun á einnota drykkjarumbúð-
um frá heimilum Blönduósbúa hefur verið síðustu árin og gefið
góðar tekjur. Þá eru tekjur af Lottói og auglýsingaspjöldum á
íþróttavelli verulegar. Svona mætti lengi telja og eru þá ótaldar all-
ar pær gjafir og styrkir er félaginu hafa hlotnast.
A langri starfsævi Ungmennafélagsins Hvatar hafa margir kornið
að störfum í stjórn og nefndum félagsins, auk þeirra sem hafa að-
stoðað á einn eða annan hátt. Formenn félagsins hafa verið 26 á 70
ára tímabili og þar af fjórar konur. I dag eru félagar í Hvöt 241 og
þar af eru 53 styrktarfélagar. Fundarstaðir hafa verið margir og má
þar nefna sýslubókasafnsstofuna í Tilraun, þar sem félagið var
stofnað, Samkomuhúsið, Félagsheimilið, Grunnskóla Blönduóss
og á mörgum einkaheimilum til lengri eða skemmri tíma.
Að lokum
í grein þessari hef ég aðallega sótt heimildir í fundargerðarbæk-
ur félagsins, Húnavöku, Skinfaxa frá 1953 og heimildir á Héraðs-
skjalasafninu. Auk þess hafa nokkrir velunnarar félagsins léð mér
upplýsingar.
Ekki var ætlunin að gera sögu Hvatar tæmandi skil í þessari grein,
til þess eru árin orðin of mörg í sögu félagsins og vettvangur skrift-