Húnavaka - 01.05.1995, Page 158
156
HUNAVAKA
prentaðir í íslensku fornbréfasafni. Hinn elsti þeirra er frá 1318.
Máldagarnir eru býsna fróðlegir séu þeir lesnir vel ofan í kjölinn.
Þeir greina frá ástandi kirkjunnar, telja gaumgæfilega eignir henn-
ar allar, fasteignir, búpening, gripi og messuskrúða og ítök og kvað-
ir er á sóknarmönnum lágu. Það sést að eign kirkjunnar hefir vaxið
jafnt og þétt bæði af gjöfum og eigin arði. Það er sama sagan og
gerist með kirkjum um land allt. Þegar mönnum þótti komið í
óvænt efni og þeir örvæntu um heimvonina hinum megin þótti
hjálpvænlegast að heita á kirkjur og gefa þeim rausnarlega. Margur
var maðurinn breyskur og þeir ekki síður er efnin áttu. Þeim var
löngum þörf á því að gefa fyrir sálu sinni.
í máldaga kirkjunnar 1461 er talin og virt öll eign hennar. Þá á
hún 18 kýr, átta ásauðarkúgildi, fjögur hundruð í geldurn sauðum,
sex hundruð í geldum nautum, 10 hundruð með jörðum staðarins,
sjö hundruð í hrossum og þrjú hundruð innan veggja, þ. e. í
messuskrúða og kirkjugripum. Þegar hér eru nefnd hundruð er átt
við stór hundruð eða 120 álnir vaðmála. Vaðmálsalin var þá og
lengi síðar algengust verðeining. Kýrin var metin eitt hundrað og
kúgildi vitanlega eins. I jarðeignum átti kirkjan heimajörðina, Ytra-
Hól, Syðra-Hól, Þverá í Norðurárdal, Efri-Mýrar, Svangrund, hálfan
Sölvabakka og Hvammshlíð. Það eru sjö jarðir af um þrjátíu í sókn-
inni eða tæpur fjórði hluti. Auk þessa átti kirkjan rekaítök með-
fram allri Skagaströnd og austur um Skaga.
Það væri fróðlegt livað eignir Höskuldsstaðakirkju hafa numið
mikilli upphæð eftir peningagildi nú, um það bil er efni hennar
voru mest eða á ofanverðum árum hins kaþólska siðar. Um það
verður aldrei sagt með vissu og ágiskanir verða jafnan hæpnar. Til-
raun má þó gera. Séu jarðeignir metnar til hundraða eins og gert
er í jarðabók Árna Magnússonar og aðrar eignir lagðar í álnir og
reiknaðar til verðs með meðalalin fardagaársins 1944-1945 verður
útkoman nálægt þessu:
Jarðeignir um 160 hundruð eða rúml............kr. 176.000.-
Eign í lausafé sem mest ......................- 41.000.-
Kirkjan sjálf, sbr. það er síðar segir nál....- 20.000.-
kr. 237.000,-