Húnavaka - 01.05.1995, Page 164
162
HUNAVAKA
skúfun fordæmdra en minntust varla á náð guðs og miskunnsemi.
Jafnvel á rökkuröld íslenskrar þjóðar, þegar menn voru vanastir að
trúa því afdráttarlaust sem flytjendur orðsins sögðu, leyfðu menn
sér að biðja um lítið eitt af sólskini með öllum éljagarranum.
Það er eftirtektarvert hvað prestar hafa verið stöðugir á Hösk-
uldsstöðum. Það hefir þó verið svo að íslenskir kennimenn hafa
verið nokkuð breytingagjarnir og ekki horft í erfiðleika við bú-
staðaskipti. Þó nágrannaprestur flytti landsfjórðunga á milli, eins
og þegar Hofsprestur flutti að Dvergasteini við Seyðisfjörð eða
Blöndudalshólaprestur að Stafafelli í Lóni, sátu Höskuldsstaða-
prestar sem fastast og kæmi það fyrir að þeir rótuðu sér eftir að þeir
voru á annað borð þangað komnir þótti það ærnum tíðindum
sæta. Svo vel undu þeir hag sínum á búskaparjörðinni Höskulds-
stöðum að þau 400 ár sem liðin eru frá siðaskiptum hafa 20 prestar
setið staðinn. Af þeim hafa 13 dáið í embætti og eru grafnir að
kirkju þar, tveir látið af embætti, annar roskinn og farinn að heilsu,
einn fluttur af biskupi nauðugur í annað brauð og fjórir flust í önn-
ur brauð sem þeir sóttu um, þar af einn á föðurleifð sína og ættar-
óðal. Munu ekki aðrir kirkjustaðir en „hin hæstu höfuðból“ hafa
slíka sögu að segja á þessu sviði.
Nú \dl ég gera tilraun til að segja lítið eitt frá helstu prestum á
Höskuldsstöðum og verð þó að fara harla fljótt yfir sögu. Þykir mér
þá hlýða að nefna fyrstan Einar Hafliðason er fékk Höskuldsstaði
1334 og var þar prestur í 10 ár. Hann fékk síðar Breiðabólstað í
Vesturhópi en þar var faðir hans prestur áður og þar var séra Einar
fæddur að því talið er. Hann varð maður gamall, 86 ára, en 62 ár
bar hann prestsnafn. Séra Einar var hinn mesti merkismaður,
kennimaður góður og prestahöfðingi. Hann var og rithöfundur og
hefir tekið saman annál þann sem kallaður hefir verið Lög-
mannsannáll og samið sögu Lárentíusar biskups Kálfssonar á Hól-
um. Þykja bæði þessi rit hin merkustu og bera höfundinum fagurt
vitni um elju, hófsemi og hlutlausa frásögn. Einar prestur er ættfað-
ir einnar þróttmestu ættar miðalda, forfaðir í beinan karllegg
Björns hirðstjóra Þorleifssonar ríka á Skarði á Skarðsströnd er
enskir víkingar felldu sumarið 1467. Frá Einari eru flestir núlifandi
Islendingar komnir.
Um miðja 14. öld verður Þórður Þórðarson prestur' á Höskulds-
stöðum og situr Jrar öldina út, meira en 50 ár, deyr gamall í svarta