Húnavaka - 01.05.1995, Page 168
166
HÚNAVAKA
Aldrei gifdst Magnús og dó barnlaus. Hann var vinsæll mjög hjá
sóknarbörnum sínum og mikils metinn ávallt. Sennilega hefír
hann farið nauðugur að Höskuldsstöðum en svo miklu ástfóstri tók
hann við staðinn að þar vildi hann lifa og deyja. Var heilsulítill síð-
ari hluta æ\d sinnar, hélt aðstoðarprest í 23 ár og var hjá honum í
húsmennsku. Dó 8. september 1663, 88 ára.
Sá er var aðstoðarprestur séra Magnúsar var Gunnar Björnsson
frá Hofi á Höfðaströnd, göfugra og góðra manna, fjórði maður í
karllegg beinan frá Jóni biskupi Arasyni. Líklega sýnir fátt betur
vináttu og drengskap tveggja manna en samvera þeirra séra Magn-
úsar og séra Gunnars. Svo góður drengur var séra Gunnar að hann
vann til, svo mikils háttar maður er átti margra kosta völ, að vera að-
stoðarprestur öll sín manndómsár til að skiljast ekki við öðlinginn
og öldunginn séra Magnús Sigfússon. En að honum látnum fór
hann heim á föðurleifð sína og dvaldi þar það sem eftír var ævinn-
ar. Frá Guðríði dóttur séra Gunnars og konu hans Þórunni Jóns-
dóttur prests í Hítardal Guðmundssonar eru miklar og merkar ætt-
ir komnar.
Nú hefði verið fróðlegt að staldra um stund við hjá prófastinum
Páli Jónssyni, hálfbróður Steins biskups á Hólum. Þá mætti fræðast
ekki svo lítið um það hvernig umhorfs var í sókninni 1708, árið eft-
ir stóru bólu, sama árið og þeir Arni Magnússon og Páll Vídalín
létu taka saman jarðabókina um Húnavatnsþing austan Blöndu.
Það gæti orðið langt mál og fullt erindi út af fyrir sig og verður þ\d
sleppt að sinni.
Næst er að geta Stefáns prests Olafssonar'. Hann vígðist til Hösk-
uldsstaða 1722 en drukknaði í Laxá 18. apríl 1848 eftir 26 ára
prestsþjónustu. Hann er annar af tveim prestum Höskuldsstaða er
farist hafa í ánni. Hinn var Bjarni, sonur Arngríms lærða, er
drukknaði haustið 1690, var þá drukkinn mjög og fór gálauslega.
Séra Stefán Olafsson var hinn merkasti maður, góður prestur og
reglusamur, söngmaður mikill, sæmilegur búhöldur en enginn
efnamaður, nafntogaður hestamaður. Forspár þótti hann og fram-
sýnn og maður draumspakur. Stefán prestur var vel ættaður, dóttur-
sonur Stefáns prests og skálds Olafssonar í Vallanesi en í föðurætt
3 Frásögn um séra Stefán er að finna í Feðraspor og Fjörusprek á bls. 175, er gef-
in var út 1966.