Húnavaka - 01.05.1995, Page 169
HÚNAVAKA
167
kominn af Siglunesmönnum, gáfaðri ætt er margt bjó í. Faðir hans,
Olafur prófastur á Hrafnagili Guðmundssonar, þótti merkisprest-
ur. Honum varð það á, rosknum manni, að taka fram hjá konu
sinni. Hann skírði sjálfur barn sitt og lagði síðan af sér hempuna
með þessum orðum: „Þú hefir lengi þjáð mig.“ Hann bað ekki um
uppreist og dó á Höskuldsstöðum hjá séra Stefáni syni sínum. Séra
Stefán Olafsson var tvígiftur og hefir orðið ákaflega kynsæll. Frá
Sigríði dóttur hans er komin Thorarensensætt en Olafi stiftamt-
rnanni syni hans Stephensensættin, þær tvær ættir sem um langt
skeið voru umsvifa- og valdamestar hér á landi og alið hafa marga
stórbrotna og vel gefna menn. Sigurður, sonur séra Stefáns, var síð-
astur biskup á Hólum. Skagstrendingar mega lengi geyma í heiðri
nafn Stefáns prests því til minningar um hann og æskuár sín á
Höskuldsstöðum gaf Olafur stiftamtmaður Vindhælishreppi sjóð-
inn sem við hann er kenndur og margur fátæklingur hefir notið
góðs af. Stephensensættin var ekki allra en trygg var hún þar sem
hún tók því. Mun sá þáttur ekki síður kominn frá Ragnheiði Magn-
úsdóttur, íyrri konu Stefáns prests, en honum sjálfum, - úr ætt Guð-
brands biskups, Magnúsar prúða og Magnúsar lögmanns á Munka-
þverá.
Eftir séra Stefán kom að Höskuldsstöðum Magnús prestur Péturs-
son er áður var á Upsum og Miklagarði í Eyjafirði. Hann var af
hinni alkunnu fræðimannaætt, Stóru-Brekkuætt í Fljótum og fróð-
leiksmaður sjálfur eins og sést af ritum hans. Honum er það að
þakka að nú vita inenn ýmislegt um sóknarmenn í Höskuldsstaða-
kalli og ættir þeirra sem annars væri týnt með öllu. Hann hefir
skráð bók um prestsverk sín eftir að hann kom að Höskuldsstöðum
1748 með ýmsum fróðlegum athugasemdum en því miður hafa
glatast nokkur blöð úr bókinni. Þá var ekki enn fyrirskipað að
prestar skyldu halda kirkjubækur og tók því séra Magnús þetta upp
hjá sjálfum sér af fræðiáhuga einum saman. Annál hefír séra Magn-
ús einnig ritað, merkan á margan hátt, sem enn er óprentaður í
handritsþýðingu. Magnús prestur var búsýslumaður og vel við efni.
Gáfumaður á margan hátt en undarlegur í skapi og hégómlegur í
sumum háttum og tali. Hann dó haustið 1784, tæplega hálfáttræð-
ur og hafði þjónað Höskuldsstöðum 36 ár. Munnmæli segja að
hann hafí grafið peninga sína við Krosshólinn og verið á reiki þar
löngu eftir dauða sinn. Trúðu menn því að hann stæði þar á verði