Húnavaka - 01.05.1995, Page 170
168
H ÚNAVAKA
yfir aurum sínum og vildi ekki unna öðrum að njóta þeirra. Var
það lengi að mönnum og skepnum var byltuhætt í grennd við
Krosshólinn og kenndu það allir svip séra Magnúsar. Séra Magnús
var kvæntur góðri konu, Asgerði, systur Bjarna landlæknis. Þau áttu
mörg börn sem ættir eru frá.
Nú væri ástæða til að minnast eftirmanns séra Magnúsar, séra
Jónasar Benediktssonar prófasts, hins mikilúðuga og göfuga
manns sem þjónaði Höskuldsstöðum í 31 ár og margt góðra og
merkra manna er frá komið. Sömuleiðis séra Jóns Péturssonar,
hins kynsæla Þingeyings er varð ættfaðir mikilsmetinna Húnvetn-
inga. Hann var 35 ár prestur og aðstoðarprestur á Höskuldsstöð-
um, ól þar upp sín mörgu, velgefnu börn, en fór á sjötugsaldri að
Steinnesi en þjónaði þar ekki nema tvö ár og lifði aðeins fjögur.
Báðir þessir prestar eiga mikla sögu sem ég vil ekki reyna að
segja í ágripi. En rétt mun vera að staldra við hinn næsta, séra
Vigfús Eiríksson Reykdal. Hann var uin flesta hluti mjög ólíkur
hinum hæglátu en þó ákveðnu og stundum ýtnu fyrirrennurum
sínum. Varla meðalmaður á vöxt en fríður og fagureygur, léttur í
hreyfingum, dökkur á hár og andlitsbjartur. Skarpgáfaður maður
og listrænn að eðlisfari, fljóthuga og fljótráður og hvarflandi
löngum. Frábærlega málsnjall og andríkur kennimaður svo varla
þótti finnast jafnoki hans. Hann var stórættaður og af höfðingj-
um kominn og vildi sjálfur vera höfðingi en brast skaplyndi til
þess á ýmsan hátt enda fátækur jafnan og enginn búsýslumaður;
gat því ekki haldið uppi slíkri rausn og hann vildi og tók nærri
sér að þurfa stundum að vera bónbjarga maður. Eirðarleysi og
metnaður olli því að hann var stöðugt að hafa brauðaskipti og
átta prestaköllum hafði hann þjónað áður lauk. Fimm ár var
hann prestur á Höskuldsstöðum og leið þar betur en víðast ann-
ars staðar. Þó sótti hann þaðan, kominn yfir sextugt og fékk Mið-
dalaþing (Snóksdal og Sauðafell) og þar var hann lengst, 14 ár
samfleytt.
Næstur var prestur á Höskuldsstöðum séra Björn Þorláksson' frá
Móum á Kjalarnesi, kemur þangað vorið 1844, þá ungur maður
innan við þrítugt og átti kornunga konu. Hann fór fjöll norður en
nokkur stöðvun varð á ferð hans því er hann fór fýrir norðan Ok
4 Frásögn um séra Björn eftir Jónas Illugason, er að finna á bls. 71 í Svipir og sagn-
ir er kom út 1948.