Húnavaka - 01.05.1995, Page 171
HÚNAVAKA
169
lagðist kona hans á sæng og ól sitt íyrsta barn í tjaldi og sat prestur
sjálfur yfir lienni. Var konan síðan borin í bedda langan veg ofan
að Giljum í Borgarfirði. En það einkennilega við þetta atvák var það
að annar sams konar gerðist um svipað leyti sama ár. Magnús Sig-
urðsson Þönglabakkaprestur var á leið suður til brauðs á Gilsbakka.
Upp af Vatnsdal ól hans kona barn og var hún borin á sama hátt að
Grímstungu.
Séra Björn Þorláksson var á margan hátt glæsimenni, vel vaxinn,
hvatur í spori og hinn röskvasti í hvívetna, greindur vel og hinn
mesti gleðimaður. Olkær þótti hann í meira lagi og sást þá stund-
um lítt fyrir. Hann þótti lipur sjómaður og reri oft sjálfur með
vinnumönnum sínum. Hestamaður var hann mikill og átti ávallt
góða hesta. Þótti standa af honum gustur heldur en ekki er hann
rak stóð sitt á fjall og geystist áfram, meira og minna kenndur, á vit-
lausum fjörhesti með hrossabrest í hendi og lét hann ganga
slindrulaust. Ærðist þá allt er hrossakyns var á leið lians og sópaðist
með svo bændur höfðu ekki eftir annað en farlama bikkjur og húð-
arklára er aldrei komust úr sporum. En þó að fyki í karlana snöggv-
ast út af þessum og þvílíkum brellum datt engum í hug að erfa það
stundu lengur og vinsældum sínum hélt hann alla tíð. Hann rak
stórbúskap á Höskuldsstöðum og hafði ítök í seljum og kirkjujörð-
um staðarins. Hafði hann oftast sex vinnumenn og ekki færri
vinnukonur. En þó mikið væri umleikis valt einatt á ýmsu um fjár-
haginn og sjaldan var hann góður. Þau urðu ævilok séra Björns að
liann reið drukkinn frá jarðarför Jóns prófasts í Steinnesi er jarð-
settur var að Þingeyrum. Hann sat á ólmum hesti eins og oftast,
lenti á stagi í Steinnesi, sumir segja ási í húsasundi og hlaut byltu
slæma. Komst heim en lá stutt og lést rúmri viku eftir fallið, 24. júní
1862.
Atta árin næstu eru tveir prestar á Höskuldsstöðum og deyja þar
báðir, öldungurinn og góðmennið Ólafur Guðmundsson og hinn
örlyndi og hreinlyndi röskleikamaður Páll Jónsson, faðir Halldórs
hreppstjóra í Miðhúsum. Hvorugur átti sér langa sögu á Höskulds-
stöðum þó margt mætti um báða segja.
Þá er komið að manni, er margir muna enn, einum hinum
merkasta presti er á Höskuldsstöðum hefir setið, séra Eggert Ólafs-
syni Briem5 . Eg mun ekki reyna að sdkla á sögu hans hér en þess
5 Þáttur um séra Eggert er í Mannaferðir og fornar slóðir á bls. 7. Gefm út 1957.