Húnavaka - 01.05.1995, Side 186
184
HUNAVAKA
Sólveig, búsett á Halldórsstöðum í Eyjafírði, lést 1985. Eftirlifandi
maður hennar er Hreinn Gunnarsson. Þórir, bóndi í Stafni, lést
sumarið 1992. Hin systkinin eru: Guðrún, búsett í Kópavogi, mað-
ur hennar er Haukur Björgvinsson. Birna María á Barkarstöðum,
maður hennar er Þorkell Sigurðsson. Jón er vélstjóri á Sauðár-
króki, kona hans er Guðríður M. Stefánsdóttir. Fósturdóttirin Elsa
Heiðdal, systurdóttir Sigv'alda, er húsmóðir í Stafni. Barnabörnin
eru 10 og eitt þeirra, Sigursteinn Bjarnason, sonur Maríu, alinn
upp í Stafni er bóndi þar.
Steinunn Elísabet Björnsdótdr lifði á nærri heilli öld meiri bylt-
ingu en nokkur önnur kynslóð. Hún lét sér annt um fólkið í kring-
um sig, var næm á tóna mannlegra samskipta sem og líðan og þarf-
ir þeirra sem voru hjá henni eða urðu samferða um stund. Börn og
fullorðnir fengu að njóta umhyggju og hlýju sem hún miðlaði
óspart.
Steinunn var af þeirri kynslóð sem nýtin var bæði á hæfileika og
gæði lífsins. Handlagni og saumanámið nýttist ekki aðeins heimili
hennar, heldur einnig nágrönnum og sveitungum.
Lengstan hluta ævinnar bjó Steinunn langt úr alfaraleið, frammi
í Stafni í Svartárdal, dágóðan spöl frá hringveginum, þar sem ekki
sést milli bæja og ekki sést sjónvarp. Hún var þó ekki utangátta
heldur fylgdist með því sem var að gerast í atvinnu, stjórnmálum og
mannlífi. Hún las mikið og fram undir það síðasta las hún jafnvel
upphátt fyrir aðra fréttir tir dagblöðum. Kvenfélagið naut starfa
hennar og gerði hana að heiðursfélaga. Samferðamenn og sveit-
ungar báru virðingu fyrir henni.
Líf Steinunnar Björnsdóttur í Stafni er eins og einföld skýring á
orðunum hamingja og farsæld. Rólyndi, gáfur, verklagni og hjálp-
semi tókust í hendur og sköpuðu hamingju, ekki aðeins Steinunni,
lieldur einnig fjölskyldunni, sveitungum og vinum. Löng ævi við
góða heilsu og gott minni er farsæld sem enginn gefur sér sjálfur. Á
langri ævi eru ekki aðeins mörg gleðiefni, heldur átök, sorgir og
vonbrigði. Það fékk Steinunn einnig að reyna. Hún stóð sem stólpi
með reynslu og þrautseigju og leitaði gleðinnar að nýju.
Heimilisfólkið í Stafni og fjölskyldan öll naut þess með Steinunni,
að hún skyldi geta átt ævikvöldið heima. Aðeins síðustu tveir mán-
uðir voru á sjúkrahúsinu á Blönduósi og þó var hún heima síðustu
jólin og á 95 ára afmælinu 4. janúar.