Húnavaka - 01.05.1995, Page 189
H UNAVAKA
187
Valur settist í unglingaskóla á Blönduósi og síðar nam hann raf-
virkjun við Iðnskólann í Reykjavík og Iauk þaðan burtfararprófi
árið 1971. Um nokkurn tíma vann hann við hótelið á Blönduósi
svo og ýmsa verkamannavinnu er til féll
þar til hann hóf að starfa sem rafvirki.
Arið 1970 tók Valur við starfi sjúkra-
hússráðsmanns á Héraðssjúkrahúsinu á
Blönduósi og gegndi því starfí allt til árs-
ins 1990.
A unglingsárum sínum var hann í átta
ár í sveit á Flögu í Vatnsdal frá átta til
sextán ára aldurs. Þar eignaðist hann
nokkurn búpening, fé og hross. Hann
batt æ síðan mikla tryggð við heimilið á
Flögu og var Vatnsdalurinn honum ætíð
kær og hugstæður eftir þessa dvöl.
Þann 31. desember árið 1960 gekk
hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Kristínu Ágústsdóttur frá
Blönduósi og reistu þau heimili sitt að Holtabraut 6.
Eignuðust þau þrjú börn en þau eru: Þóra Lilja búsett á Blöndu-
ósi, og starfar á skrifstofu sýslumanns, en maður hennar er Kristó-
fer Sæmundsson, lögreglumaður, Ágúst Guðbjörn, en unnusta
hans er Sigurlaug Jónsdóttir frá Ási í Vatnsdal, en þau eru við nám
í Reykjavík. Valur Kristján, er nemandi við Hólaskóla, en unnusta
hans er Ki istín Jóna Sigurðardóttir frá Skagaströnd. Einnig ól hann
upp dóttur Kristínar konu sinnar, Margréti Bjarnadóttur, sem hann
gekk í föðurstað, en hún er gift Sævari Oskarssyni, bif\'élavirkja á
Hellu.
Valur kenndi sjúkdóms þess, er leiddi hann til dauða, seint á ár-
inu 1988, lét hann þá fljótlega af störfum sjúkrahússráðsmanns.
Festi hann þá kaup í jörðinni Flögu í Vatnsdal og átti þar góð ár,
þrátt fýrir skerta heilsu. I janúar árið 1993 fór hann til Gautaborg-
ar, þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð þann 15. apríl þá um
vorið. Kom hann heim í október en varð að dveljast eftir það í
Reykjavík. Lést hann þar, eftir mikil veikindi, 57 ára að aldri.
Vegna dugnaðar hans og hæfileika voru honum falin mörg trún-
aðarstörf fyrir sveitarfélag hans og hérað. Hann var formaður Umf.
Hvatar á Blönduósi um mörg ár og sat í stjórn USAH um margra