Húnavaka - 01.05.1995, Page 196
194
HUNAVAKA
Hófu þau búskap sinn á Blönduósi af litlum efnum. Hann hélt
uppi áætlunarferðum fram í Vatnsdal um tuttugu ára skeið og ann-
aðist afgreiðslu íyrir Olíuverslun Islands, svo og afgreiðslu fyrir
langferðabíla Bifreiðastöðvar Akureyrar. Einnig hafði hann með
höndum umboð Almennra trygginga í Austur-Húnavatnssýslu. I
öllum þessum störfum tók eiginkona hans þátt. Var oft gestkvæmt á
heimili þeirra, sem var alþekkt af rausn og myndarskap. Segja mátti
að heimili þeirra „lægi urn þjóðbraut þvera“ eins og skáldið orðaði
það.
Heimili þeirra var og mikið menningarheimili, góðar bækur voru
þar lesnar og hafði Guðrún yndi af góðum skáldskap. Kunni hún
firn af góðum kveðskap og frásögnum fyrri tíma er hún hafði á
hraðbergi enda var minni hennar trútt til hinstu stundar. Skáld og
hagyrðingar voru tíðir gestir á heimili þeirra og var þeim þá veitt
vel.
Bjuggu þau hjón nær allan sinn búskap í húsi Lárusar Olafsson-
ar, er þau síðar eignuðust, nú Aðalgata 3. Var hjónaband þeirra
mjög farsælt og voru þau samrýmd í að skapa gott og hlýlegt heim-
ili.
Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi, en þau eru:
Zophonías, forstjóri hér á Blönduósi, kvæntur Grétu Arelíusdóttur
úr Reykjavík, Guðrún Sigríður, búsett á Eiðum, en maður hennar
er sr. Einar Þór Þorsteinsson, prófastur, og Kolbrún, er starfar hjá
Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi, en maður hennar, er Guð-
jón Ragnarsson, starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins.
Auk þess ólst upp hjá þeim hjónum að nokkru leyti Sigurlaug As-
grímsdóttir frá Asbrekku í Vatnsdal frá sex ára aldri og fram yfir
fermingaraldur.
Mann sinn missti Guðrún þann 10. maí árið 1987. Fór hún þá á
Ellideild Héraðssjúkrahússins á Blönduósi þar sem hún dvaldi til
æviloka.
Með Guðrúnu Einarsdóttur er horfinn á braut mikill persónu-
leiki og mikilhæf húsmóðir. Hún tók snemma á árum þátt í félags-
störfum á Blönduósi, lék í ýmsum leikritum er hér voru sýnd og var
ein af stofnendum Leikfélags Blönduóss.
Útför hennar fór fram frá Blönduósskirkju þann 2. júlí.
Arni Sigurdsson.