Húnavaka - 01.05.1995, Page 233
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 1994.
Janúar.
Osvikið vetrarveður var í janú-
ar og norðlægar áttir ríkjandi.
Þann 12. voru skráð 8 vindstig
af NA. Úrkomu varð vart í 20
daga en mælanleg í 15 daga, alls
33.3 mm, 20 mm sem snjór og
13.3 sem regn. Snjólag var gefið
allan mánuðinn. Hlýjast varð
6,2 stiga hid þann 18. en kaldast
16,7 stiga frost þann 24. Frost-
laust var dagana 1., 11., 12. og
13. Samgöngur trufluðust nokk-
uð á hliðarvegum í héraðinu en
ekki teljandi á aðalvegum. Hag-
ar voru nægir en veðrasamt á
útnesjum og til hafsins.
Febrúar.
Úrkoma var aðeins í níu daga
í febrúar og engin eftir þann
17. Alls varð úrkoman 35,2 mm,
þar af komu 16,4 mm fyrsta dag
mánaðarins. Öll var úrkoman
snjór eða slydda nema þann 17.
rigndi 2,8 mm. Frostlaust var að
meiri hluta og hlýtt fyrstu 20
daga mánaðarins. Mesti hiti var
9,8 stig þann 19. en kaldast 25.
og 26. en þá var 12 stiga frost
enda heiðskírt. Hvassast varð af
suðaustri og suðri þann 10. en
þá voru skráð 8 vindstig. Mán-
uðurinn var í heild mjög hag-
stæður hvað veðurfar snerti og
léttskýjað að meiri hluta og
stundum heiðskírt, einkum síð-
ari hlutann. Samgöngur voru
greiðar.
Mars.
Vetrarveður var allan mars-
mánuð. Suðlægar áttir fýrstu
vikuna en norðlægar þá síðustu
og hægviðri um miðjan mánuð-
inn. Mesti vindur var af suð-
austri þann 21., skráð 6 stig.
Þann 22. var hlýjast, 6,3 stiga
hiti en kaldast, 15 stiga frost,
þann 20. Úrkomu varð vart í 19
daga en þar af voru fjórir ekki
mælanlegir. Úrkoman varð alls
41,9 mm, 25,2 mm sem snjór og
16,7 sem regn. Mesta úrfellið
varð þann 24. mars, 15,9 mm og