Húnavaka - 01.05.1995, Page 236
234
HÚNAVAKA
í lok mánaðarins var lítill
gróður á hálendi og fjallvegir að
opnast. Sláttur var hafinn á
nokkrum bæjurn í sýslunni.
Gras var ekki mikið en tún
komu vel undan vetri, þ.e. mjög
lítið kalin. Trjágróður laufgaðist
óðfluga síðustu dagana og kart-
öflugrös gægðust upp úr mold-
inni. Veiði í húnvetnskum ám
var góð og fiskurinn vænn.
Júlí.
Þurrviðri var fyrstu 10 daga
júlí en eftir það voru þurrkar
stopulir vegna skúraleiðinga.
Alls varð úrkoman 31,4 mm er
féll á 16 dögum en fjórir voru
þó ekki mælanlegir. N-NV átt
var mjög ríkjandi og loftið skýj-
að. Hlýjast varð 16,6 stig þann
21. en sjaldan fór hitinn niður
fyrir 10 stig. Veðurhæð skráð
mest 5 vindstig af S-SV. Lág-
markshiti mánaðarins var 4,9
stig þann 24. og 5 stig þann 29.
Allur gróður óx mjög ört og
mikið en hirðing heyja gekk
stirðlega vegna lítilla þurrka.
Laxveiði var mjög treg í mánuð-
inum og smálax lét lítið á sér
bera. I heild var mánuðurinn
hagstæður og áfallalaus.
Agúst.
Varla er ofsagt að í ágústmán-
uði hafi hver dagurinn verið
öðrum betri. Hitastigið var jafn-
an tveggja stafa tala. Hæstur
þann fimmta, 19,5 stig og 20
stig þann 30. Að meiri hluta
voru áttir suðlægar og hægar.
Algert logn var dagana 22., 24.
og 25. en mestur vindur 7. og 8.
ágúst, 7 vindstig af suðvestri. Ur-
komu varð vart í 14 daga en 10
mælanlegir, alls 11,1 mm. Gróð-
ur óx með eindæmum vel en ár
voru mjög vatnslitlar í mánaðar-
lokin svo að þær minnstu voru
varla laxgengar. Laxveiði var í
lágmarki en gæftir á sjó góðar.
Heyskaparlok auðveld og hey-
fengur mikill.
September.
September reyndist hinn besti
sumarauki með hlýindum og
þurrviðri lengst af. Hlýjast var
tvo fýrstu dagana, 14 stig. Næt-
urfrost var fyrst þann 12. og síð-
ustu 3-4 næturnar fraus jörð.
Féll hiti niður í 6,9 stiga frost
þann 28. og 6,8 stig þann 29.
Hægviðri var flesta daga og frá-
bær skilyrði til útivinnu. Mestur
vindur var skráður sjö stig af
SSV þann 21. Suma daga var við
það alveg logn. Urkomu varð
vart í 15 daga en 10 mælanlegir,
alls 20,3 mm. I fýrsta sinn grán-
aði aðeins í fjöll aðfaranótt 24.
og snjólag var gefið að morgni
26. en fölið hvarf strax sama
dag. Haustleitir gengu vel og
gæftir á sjó voru hagstæðar.