Húnavaka - 01.05.1995, Síða 237
HÚNAVAKA
235
Október.
Veður voru ákaflega róleg í
október. Algert logn var sjö
daga en mesti vindur skráður
aðeins sex stig þann 5. og 6.
Attir voru breytilegar en þó að
meiri hluta norðanstæðar og
loft skýjað. Hlýjast var 11,6 stiga
hiti þann 5. en kaldast 7,8 stiga
frost þann 16. Snjólag var skráð
8., 9., 24. og 25. svo og 29. - 31.
Alhvítjörð var í lok mánaðarins.
Urkomu varð vart í 19 daga, alls
52,7 mm, 45,8 mm regn og 6,9
mm sem snjór.
Samgöngur voru ótruflaðar
allan mánuðinn en hálka á veg-
um undir mánaðarlokin eftir að
snjóa tók.
Nóvember.
Mild vetrartíð var í nóvember
en þó nokkrir umhleypingar.
Snjólag var óverulegt og ekki
skráð nema 25. - 27. og 29. Oft
var hálka á vegum en samgöng-
ur annars greiðar. Hlýjast varð
þann 26., 9,6 stiga hiti en kald-
ast, 8 stiga frost, þann 13. Ur-
komu varð vart í 22 daga og 21
mælanlegur, alls 32,3 mm, 10,9
mm sem regn og 21,4 mm
snjór. Veðurhæð var mest gefin
7 vindstig af norðaustri þann 3.
en af SSV 21., 26. og 27. Logn
var 8. og 9. dag mánaðarins.
Gæftir á sjó voru ótruflaðar.
Sauðfé yfirleitt tekið á gjöf en
hagar þó nægir.
Desember.
Desember reyndist nokkuð
úrfella- og umhleypingasamur
en veður þó aldrei hörð. Jafn-
hvasst var af NNV þann 18.,
skráð sjö vindstig. Attir voru
breytilegar, skýjað og úrfellið
sömuleiðis breytilegt. Varð því
aldrei verulegur snjór en mikil
hálka á vegum. Snjólag var gefið
í 29 daga. Hlýjastvarð þann 22.,
9,8 stiga hiti, en kaldast, 12,6
stiga frost, þann 31. Frostlaust
var dagana 8. og 15. Urkoma
varð alls 58,6 mm, 35,5 mm
snjór og 23,1 mm regn. Urkoma
var skráð í 24 daga en mælanleg
22 daga.
Stormasamt var í hafi og gæft-
ir því erfiðar. Samgöngur greið-
ar og nægir hagar fyrir hross.
Arið 1994 verður að teljast
mjög hagstætt hvað veðurfar
snertir.
Tekið saman eftir veðurbók-
um á Blönduósi.
Grímur Gíslason.