Húnavaka - 01.05.1995, Síða 249
HUNAVAKA
247
hvernig atvinna og efnahagur
íbúa þessarar sýslu mun þróast.
A sviði atvinnumála er þörf auk-
ins samstarfs og samvinnu allra
íbúa héraðsins, þannig að hér
megi dafna blómleg byggð.
PéturArnar.
@FRÁ SÖLUFÉLAGI
AUSTUR
HÚNVETNINGA.
Sláturhúsið.
Sauðíjárslátrun hófst 14. sept-
ember 1994 og var slátrað alls í
23 daga. Aður hafði verið slátr-
að lítils háttar í ágúst. Heildar-
slátrun varð 30.673 kindur, þar
af 2.943 utan fullvirðisréttar, og
heim var tekið kjöt af 1.128
kindum. Fjölgun sláturfjár mið-
að við árið 1993 er 383 kindur.
Við slátrunina urðu til 482.690
kíló kjöts, þar af koma til sölu
hjá SAH 462.749 kíló. Við slátr-
unina vann að meðaltali 81
starfsmaður, sem er tveimur
fleira en 1993 og varð þessi
fjölgun vegna þess að aukin
áhersla var lögð á pökkun á
heilum slátrum. I haust tók það
38,68 mínútur að fullvinna
hverja kind og er það heldur
lengri tími en árið á undan.
Eins og svo oft áður varð slátur-
fé flest frá Stóru-Giljá , alls 986
kindur. Hæst varð meöalvigt hjá
Guðrúnu Sigurjónsdóttur á
Auðkúlu II, 20,50 kg.
Jósef Magnússon í Steinnesi
átti þyngsta dilkinn að þessu
sinni, hann vóg 28,9 kg. Meðal-
þungi dilka varð 15,41 kg. og
varð hlutfall flokka sem hér seg-
ir.
DI*............... 0,35%
DIA.............. 83,80%
DIB............... 9,47%
DIC............... 2,37%
DII .............. 1,93%
DIII.............. 0,43%
DX ............... 1,49%
DXX............... 0,15%
Nautgripum var slátrað viku-
lega eða oftar ef markaðurinn
krafðist þess. Heildarslátrun á
árinu 1994 varð 1.158 gripir
sem skiptust þannig: Ungneyti
674, meðalþungi 196,7 kg.
Alikálfar 22, meðalþungi 82,86
kg. Kýr 268, meðalþungi 181,85
kg. Ungkálfar 194, meðalþungi
17,58 kg. Kjötmagn varð
186.545 kg. og jókst frá fyrra ári
um 28 tonnn eða 17,8 %. Er
þetta mesta kjötmagn á einu ári
hjá SAH frá upphafi nautgripa-
slátrunar. Sala nautakjöts var
sveiflukennd á árinu og síðla
sumars og fram á haust voru
erfíðleikar í markaðssetningu
sem mynduðu langa biðlista eft-
ir slátrun. Var þá gripið til þess
ráðs að úrbeina rúmlega 200
gripi og frysta kjötið. Var unnið