Húnavaka - 01.05.1995, Síða 254
252
HUNAVAKA
Sveinsstadahreppur:
Björn Magnússon, Hólabaki, oddviti.
Einar Svavarsson, Hjallalandi.
Magnús Pétursson, Miðhúsum.
Magnús Sigurðsson, Hnjúki.
Ragnar Bjarnason, Norðurhaga.
Svínavatnshreppur:
Jóhann Guðmundsson, Holti,
oddviti.
Guðrún Guðmundsdóttir, Guðlaugs-
stöðum.
Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli.
Þorleifur Ingv'arsson, Sólheimum.
Þorsteinn Þorsteinsson, Geit-
hömrum.
Torfalœkjarhreppur:
Erlendur Eysteinsson, Stóru-Giljá,
oddviti.
Inga Þórunn Halldórsdóttir,
Reykjum.
Páll Þórðarson, Sauðanesi.
Reynir Hallgrímsson, Kringlu.
Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli.
Vindhælishreppur:
Jónas Hafsteinsson, Njálsstöðum,
oddviti.
Björn Björnsson, Ytra-Hóli.
Daníel Mganússon, Syðri-Ey.
Jakob Guðmundsson, Árbakka.
Jónmundur Ólafsson, Kambakoti.
SÆLKERAHÁTÍÐ OG KOSNINGAR
TIL NÝS BÚNAÐARÞINGS.
Kosningar og skoðanakann-
anir settu töluverðan svip á
starfsemi Búnaðarsambands A-
Hún (BSAH) á árinu 1994.
Fyrst fór fram skoðanakönnun
meðal bænda samhliða sveita-
stjórnarkosningunum hvort
sameina ætti Búnaðarfélag Is-
lands og Stéttarsamband
bænda. Yfirgnæfandi meirihluti
bænda á landinu samþykkti að
sameina þessar tvær stofnanir
og því varð að velja fulltrúa á
þing hinna nýju bændasamtaka.
Það var gert í almennum kosn-
ingum meðal bænda þann 5.
desember og hlaut Jón Gíslason
bóndi á Stóra-Búrfelli 59 af 90
greiddum atkvæðum. Varamað-
ur var kosinn Ragnar Bjarnason
í Norðurhaga. Alls höfðu 181
rétt á að taka þátt í kosningum
þessum þannig að einungis
49,7% atkvæðisbærra manna
nýttu kosningarétt sinn.
BSAH hélt aðalfund sinn 28.
júní, fund sem var slitið fjórum
mánuðum síðar eða 28. október
sem skýrist af því að fyrir dyrum
stóð sameining bændasamtak-
anna eins og áður greinir og því
ekki hægt að slíta fundi fyrr af
tæknilegum ástæðum. Jón
Gíslason á Stóra-Búrfelli var
endurkjörinn formaður BSAH
en auk hans eru í stjórn BSAH
þeir Rafn Sigurbjörnsson Ör-
lygsstöðum II og Tryggvi Jóns-
son Artúnum. Um rekstur
BSAH og Búfjárræktardeildar
fjTÍr árið 1994 er það að segja
að lítils háttar hagnaður varð á
rekstri. Samdráttur varð í veltu