Húnavaka - 01.05.1995, Page 280
278
HUNAVAKA
stjórn og undirleik fyrir kórinn
á síöasta vori er þau fluttu til Eg-
ilsstaða. Þau ágætu hjón voru
búin að gera rnikið fyrir kór-
starfið, efla það og bæta, svo og
söngstarf í héraðinu almennt.
Kórfélagar kvöddu þau í kaffi-
samsæti og færðu þeim gjöf
með þakklæti fyrir mikil störf
og vel unnin.
A liðnu hausti var Sólveig Ein-
arsdóttir, Varmalæk í Skaga-
firði, ráðin söngstjóri kórsins og
undirleikari var ráðinn Miklos
Dalmay, tónlistarkennari á
Skagaströnd. Bæði eru þau góð-
um kostum búin og vænta kór-
félagar góðs af samstarfi \iö þau
og leiðsögn þeirra.
Söngfélagar í vetur eru um 40
og núverandi stjórn skipa: Ki ist-
ófer Kiistjánsson, formaður,
Sólveig Friðriksdóttir, gjaldkeri
og Ragnhildur Húnbogadóttir,
ritari.
Kristófer Kristjánsson.
FRÁ FERÐAMÁLAFÉLAGIA-HÚN.
Heiðar Ingi Svansson lét af
störfum í sumarbyrjun sem
ferðamálafulltrúi, hafði hann
starfað fyrir félagið frá því í maí
1992. Yfir sumarmánuðina ann-
aðist Anna Gréta Eyþórsdóttir
starfsemina og frá 1. september
Ofeigur Gestsson í 60% starfi.
Það er því eðlilegt að þessi öru
mannaskipti hafi valdið nokkru
losi á starfsemi ársins. Aðal-
fundur félagsins var haldinn 21.
mars. I stjórn félagsins voru kos-
in: Erlendur G. Eysteinsson, for-
rnaður, Hallur Hilmarsson, As-
rún Olafsdóttir, Þorsteinn Hún-
fjörð og Agúst Þór Bragason.
I maímánuði dvaldi landsliðið
í handknattleik fjóra daga á
Blönduósi við æfingar. Ferða-
málafulltrúi var þeim innan
handar og tók þátt í skipulagn-
ingu dvalar þeirra.
I apríl tók félagið þátt í ferða-
kaupstefnu í Perlunni í Reykja-
vík. Var hún ætluð almenningi,
til að kynna sér hvað í boði er
og hvert spennandi sé að ferð-
ast. Þátttaka héraðsins var í sam-
starfi með öðrum aðilum innan
Ferðamálasamtaka Norður-
lands vestra. Uppstoppuð
Löngumýrar-Skjóna var á sýn-
ingunni á okkar vegum og vakti
verðskuldaða athygli.
I byrjun júní átti félagið aðild
að móttöku blaðamanna og
ljósmyndara sem fóru um kjör-
dæmið á vegum ferðaþjónustu-
aðila í kjördæminu.
Upplýsingamiðstöðin var opn-
uð 15. júní og var lokað 31.
ágúst.
Alls komu þangað á tímabil-
inu 2.168 manns, 60% íslend-
ingar og 40% erlendir ferða-
menn. Erlendu ferðamennirnir